fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Var bróðir Guðmundar Freys myrtur í Fossvogsdal? – Móðir þeirra og unnusta hins látna á Spáni var handviss um það

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að síðustu ár hafi verið skelfileg fyrir Kristínu Guðmundsdóttir, en hún er móðir Guðmundar Freys Magnússonar sem er grunaður um að hafa orðið sambýlismanni hennar að bana um helgina. Fyrir sléttum tveimur árum missti hún annan son sinn, Þorvald, á voveiflegan hátt.

Hún sagði sögu hans í DV og fullyrti að hann hafi ekki látist af slysförum, líkt og lögregla taldi, heldur hafi hann verið myrtur í Fossvogsdal. Nokkrum mánuðum síðar lenti hún í alvarlegu slysi á Spáni ásamt Guðmundi Frey. Í viðtali við Fréttablaðið segir Kristín að Guðmundur Freyr hafi brotið sér leið inn á heimili hennar með því að kasta gaskút í gegnum rúðu og síðan hafi hann ruðst inn í húsið vopnaður hnífi.

Fannst í Fossvogsdal

Þorvaldur fannst látinn í Fossvogsdal um klukkan fjögur síðdegis þann 12. desember árið 2017. Í fyrstu fréttum var sagt að rannsókn stæði yfir til að skera úr um hvort um slys hefði verið að ræða en samkvæmt lögreglu benti ekkert til að neitt saknæmt hefði átt sér stað. Kristín var þó handviss um að andlát hans hafi ekki verið neitt slys. Á líkinu hafi verið áverkar og Þorvaldur sætt hótunum dagana fyrir andlátið.

Kristín sagði í viðtali við DV í byrjun árs 2018 að hún hafi fengið mjög mismunandi svör frá lögreglu um hvernig Þorvaldur fannst. „Lögregla sagði okkur fyrst að höfuðáverkar bentu til að hann hefði dottið aftur fyrir sig. Og hann væri með stungusár víða um líkamann, en ekki eftir hníf. Daginn eftir fengum við að sjá hann, þá spurðum við út í áverka á andliti, hálsi og meira. Svarið þá var að hann hefði legið á grúfu,“ sagði Kristín.

Var leið til Spánar

Kristín var með syni sínum degi fyrir andlátið. Þau höfðu átt góða stund saman og hún ekið honum að hitta vinkonu sína. Hann var á leið með bróður sínum, Guðmundi Frey, til Spánar og allt virtist leika í lyndi. Sonur hennar var fíkill sem hélt sambandi við sína nánustu. Þann 11. desember virtist nokkuð bjart yfir Þorvaldi. Að vísu hafði honum borist hótanir frá manni sem hafði lagt á hann skuld eins og það er kallað.

Í viðtali við DV dró Kristín engan dul á að Þorvaldur hafi verið í neyslu en benti jafnframt á að það sé ekki hægt að afskrifa andlát hans vegna þess. Hann hafi þó verið heilsuhraustur og ekki kennt sér meins þegar hún var með honum degi áður en hann lést. „Ég hef alltaf sagt að hann hafi verið drepinn. Ég fer ekki ofan af því,“ sagði Kristín.

Hafði verið hótað

Kristín færði rök fyrir þessu í viðtali við DV en hún taldi líklegast að hann hafi orðið fyrir árás. Þegar hún fékk að skoða líkið tók hún eftir augljósu mari á andliti hans og bringu. Kristín sagði enn fremur að við snertingu hafi hún fundið að hann væri viðbeinsbrotinn. Ofan á þetta bætist að Þorvaldur hafði með sér poka með tölvum þegar hann gekk inn í Fossvogsdalinn en sá poki fannst nokkrum metrum frá líkinu. Tölvurnar voru í molum og því ljóst að þær féllu ekki einungis í jörðina. Þá hafi Þorvaldur verið rukkaður um fíkniefnaskuldir nokkrum dögum áður en hann lést.

„Undirheimarnir höfðu hótað honum. Ég fer ekki ofan af því að hann hefur verið barinn. Þegar við skoðuðum hann nánar tókum við eftir að hann var bæði nef- og viðbeinsbrotinn. Það eru líka áverkar á augabrún og á nefi. Á fingraförum á líkinu má merkja að hann hafi verið tekinn kverkataki,“ sagði Kristín.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pétur Einarsson látinn

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Í gær

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí