fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Fréttir

Orkusalan er fyrsta íslenska orkufyrirtækið sem kolefnisjafnar eigin raforkuvinnslu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 17:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orkusalan er fyrsta og eina orkufyrirtækið hér á landi sem kolefnisjafnar eigin raforkuvinnslu. Kolefnisspor raforkunnar með tilliti til bindingar er því ekkert. Fyrirtækið kolefnisjafnar einnig allan rekstur sem hlýst af starfseminni.

„Við höfum í samstarfi við Eflu verkfræðistofu haldið utan um alla losun sem viðkemur starfsemi fyrirtækisins og höfum frá upphafi kolefnisjafnað allan rekstur með eigin skógrækt. Við vildum taka skrefið enn lengra og ákváðum að jafna einnig alla losun sem hlýst af vinnslu raforkunnar. Vinnsla á rafmagni veldur mismikilli losun en öll okkar raforka kemur frá vatnsaflsvirkjunum sem eru með losun í lágmarki miðað við aðrar vinnsluaðferðir,” segir Magnús Kristjónsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar í fréttatilkynningu frá félaginu.

Skógur Orkusölunnar við Skeiðsfossvirkjun bindur 122 tonn CO2 á ári en hann þekur 19 hektara á skógræktarsvæðinu sem telur 65 hektara í heild. Skógurinn bindur um þrefalt magn þeirrar losunar gróðurhúsalofttegunda sem fylgir rekstri fyrirtækisins.

„Við ætlum okkur að halda áfram að rækta skóginn á næstu árum og auka nýtingu skógræktarsvæðisins. Svæðið er einnig nýtt til útivistar allan ársins hring með þeirri fjölbreytni og skjóli sem skógurinn gefur. Eins munum við halda áfram að kolefnisjafna alla losun gróðurhúsalofttegunda sem verður vegna reksturs fyrirtækisins og vinnslu raforkunnar árlega,“ segir Magnús.

Skógur Orkusölunnar bindur alla losun sem hlýst af rekstri fyrirtækisins og vel rúmlega það og er umframbindingin nýtt til að jafna hluta af eigin raforkuvinnslu og hefur sú losun sem eftir stendur verið jöfnuð í samstarfi við Kolvið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Aðgerðasinni truflaði kokteilboð dómsmálaráðherra

Aðgerðasinni truflaði kokteilboð dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir fólk spá lítið í þetta við upphaf sambúðar: „Getur skipt sköpum að gengið sé rétt frá þessum hlutum“

Lögmaður segir fólk spá lítið í þetta við upphaf sambúðar: „Getur skipt sköpum að gengið sé rétt frá þessum hlutum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Andri rifjar upp hjartnæma sögu af mömmu sinni: „Munum það strákar. Þetta er dagur kvennanna sem við elskum“

Guðmundur Andri rifjar upp hjartnæma sögu af mömmu sinni: „Munum það strákar. Þetta er dagur kvennanna sem við elskum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla varar fólk við: „Við viljum biðja alla um að vera vel á verði næstu daga“

Lögregla varar fólk við: „Við viljum biðja alla um að vera vel á verði næstu daga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Steingrímur áhyggjufullur og talar um arfavitlausar aðgerðir – „Ef stjórnvöld vilja ekki hlusta á okkur þá er það þeirra val“

Steingrímur áhyggjufullur og talar um arfavitlausar aðgerðir – „Ef stjórnvöld vilja ekki hlusta á okkur þá er það þeirra val“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir