fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Garðbæingurinn Georg Mikaelsson ákærður fyrir stórfelld skattsvik – Sagður hafa leynt eignarhaldi sínu á félagi í skattaparadís

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 18. september 2020 19:28

Samsett mynd DV. Bakgrunnur er Youtube-skjáskot af Seychelleseyjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Georg Mikaelsson hefur verið ákærður fyrir stórfelld brot gegn skattalögum og peningaþvætti. Georg, sem býr í Garðabæ og er 52 ára gamall, er eigandi fyrirtækisins Úranus sem er þekkt fyrir bílainnflutning og varahlutasölu.

Í ákæru frá héraðssaksóknara sem DV hefur undir höndum segir að Georg hafi ekki gert grein fyrir eignarhlut sínum í félaginu Georg Mikaelsson Ltd. sem er skráð og stofnað í skattaparadísinni Seychelleseyjum. Georg hafi ekki talið fram á skattframtölum sínum á árunum 2010 til 2014 fjármagnstekjur upp á rúmlega 66 milljónir króna sem eignarhluturinn færði honum. Þá hafi Georg ekki gert grein fyrir rekstrarhagnaði félagsins upp á tæplega hálfan milljarð.

Georg er því gefið að sök að vangreitt fjármagnstekjuskatt og tekjuskatt upp á samtals rúmlega 220 milljónir króna.

Hann er jafnframt ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt sér ávinning af þessum brotum sem nema þessari fjárhæð, rúmlega 200 milljónum, í eigin þágu.

Þess er krafist að Georg Mikaelsson verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Ákæran var gefin út þann 18. júní síðastliðinn.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness þann 23. september næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu