fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Lögmaður Kehdr-fjölskyldunnar veit ekki hvar fólkið er niðurkomið – „Ég vona að þau séu örugg“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. september 2020 10:39

Ibrahim Kehdr. Mynd: Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef ekki heyrt í þeim og það er slökkt á símunum þeirra. Ég heyrði ekki í þeim í gær og hef ekki heyrt í þeim í dag,“ segir Magnús Davíð Norðdal, lögmaður egypsku fjölskyldunnar, sem flytja átti nauðungarflutningi frá landinu í morgun til Egyptalands, með viðkomu í Amsterdam. Ekki tókst að flytja fólkið úr landi í morgun þar sem þau fundust ekki.

Sjá einnig: Egypska fjölskyldan finnst ekki

„Þetta breytir engu um lögformlegar leiðir í málinu. Þær voru tæmdar í gær. En málið í heild sinni fer fyrir dómstóla og það verður látið reyna á það þar. Krafist verður ógildingar á þeim úrskurðum kærunefndar útlendingarmála sem þegar hafa verið kveðnir upp og þeirra sem hún á eftir að kveða upp. Kærunefnd á þegar eftir að svara tveimur endurupptökubeiðnum sem eru á borði nefndarinnar. Það er bara sjálfstætt, sú staða að það náist ekki í þau núna og þessi væntanlegi málarekstur eru ótengd mál.“

Magnús hefur enga hugmynd um hvar fjölskyldan er niðurkomin og hvaða aðilar kunna að hafa skotið yfir þau skjólshúsi. „Ég vona bara að þau séu örugg. Sama hvar fjölskyldan er niðurkomin þá vona ég það,“ segir Magnús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“