fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Þetta er eigandi hússins sem var rifið – Vakti athygli árið 2018 vegna ógreiddra launa

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 10. september 2020 14:00

Húsið áður en það var rifið - Skjáskot af Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið greindi frá því í morgun að hús að Skólavörðustíg 36 hafi verið rifið í gær. Fréttin hefur vakið mikla athygli, ekki síst á samfélagsmiðlum og hafa einhverjir lýst yfir reiði sinni vegna niðurrifsins. Eigandi hússins segir þó að um óhapp hafi verið að ræða.

Birgir Örn Arnarson er eigandi hússins en hann segir að ekki hafi staðið til að rífa húsið samkvæmt frétt RÚV um málið. Til stóð að hækka húsið um eina hæð og fékkst byggingarleyfi fyrir því. Birgir segir að framkvæmdir við hækkunina hafi verið hafnar fyrir gærdaginn en í gær var þakinu lyft af og timburgólf milli fyrstu og annarrar hæðar fjarlægt vegna myglu og rakaskemmda.

Birgir segir að húsið hafi hrunið vegna þess að ekki var burðarvirki undir síðum gluggum á framhlið hússins. Þá segir hann að það hafi verið óhapp að húsið hafi hrunið og að það sé búið að tilkynna óhappið.

Ógreidd laun

DV hefur áður fjallað um Birgi en það var einnig vegna þess að hann var eigandi á húsi í miðbænum. Það mál fjallaði um veitingastaðinn LOF sem var til húsa á Mýrargötu 31 í Reykjavík. Tæpum þremur mánuðum eftir að staðurinn var opnaður var honum lokað aftur. Margir starfsmenn fyrirtækisins og birgjar þess sátu eftir með sárt ennið þar sem þeir höfðu ekki fengið laun sín greidd. Eigendur fyrirtækisins LOF Restaurant ehf. voru, ásamt Birgi, þeir Enzo Rinaldi og tengdasonur Birgis, Jakob Helgi Bjarnason.

Samkvæmt upplýsingum frá fyrrum starfsmönnum félagsins kom hugmyndin að opnun staðarins frá Rinaldi og félaga hans Garcia og leituðu þeir til Birgis og Jakobs til þess að leigja húsnæðið við Mýrargötu sem var í þeirra eigu og var nýreist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“