fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Máli Jóns Steinars gegn „lærisyni“ sínum vísað frá Landsrétti

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 10. september 2020 16:30

Jón Steinar Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur féllst á það í dag með Héraðsdómi að Jóni Steinar Gunnlaugssyni, fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ara og Krístinu Pálsdóttur, eiginkonu hans skorti lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn um aðalkröfu sína í máli gegn Karli Axelssyni hæstaréttar­dóm­ar­a, en þau höfðu kært úrskurð héraðsdóms í málinu.

Úrskurður héraðsdóms sem var kærður hefur semsagt verið felldur úr gildi og það hefur verið lagt fyrir héraðsdóm að taka hann til efnismeðferðar. Þá á Karl Axelsson að greiða sóknaraðilum 200.000 krónur í kærumálskostnað.

Í málinu kröfðust Jón Steinar Gunnlaugsson og Kristín Pétursdóttir þess „aðallega að viðurkenndur yrði óskertur umferðarréttur þeirra sem eigenda fasteignarinnar Urða í Landsveit um vegarslóða við vesturmörk aðliggjandi fasteignar, Hrauns, frá þjóðvegi og að lóðarmörkum Urða.“

Jón Stein­ar og Karl eignuðust umrætt land sam­an árið 2004, en þá stofnuðu þeir sam­an lög­fræðistof­una Nestor. Í frétt Mbl.is frá því í fyrra er haft efir Jóni Stein­ari seg­ir að framganga Karls sé með ólíkindum, þar sem að hann hafi verið eins kon­ar lærifaðir Karls.

„Ég tók þenn­an dreng að mér sem ný­út­skrifaðan lög­fræðing og gerði mann úr hon­um. Þetta er þakk­lætið sem ég fæ fyr­ir það. Það er al­veg ótrú­legt hvernig menn hafa sem hafa álitið sér það í frama­von­um sín­um að skapa ein­hverja af­stöðu til mín, hvernig þeir haga sér. Þetta er eitt ljót­asta dæmið um það vegna þess að ég er vel­gjörðamaður þessa manns eins og all­ir sem til þekkja vita.“

Til vara kröfðust þau Jón Steinar og Kristín „viðurkenningar á því að umferðarréttur þeirra sem eigenda fasteignarinnar Urða um sama vegarslóða tæki til nýtingar í þágu sex sumarhúsalóða á landi Urða.“

Varðandi varakröfuna vísaði Landsréttur til þess að „af stefnu málsins mætti með nægjanlega skýrum hætti ráða að sú krafa væri sett fram vegna ágreinings um það

hvort umferðarréttur JSG og KP næði til þeirra sex lóða sem þau hefðu gert tillögu um að stofnaðar yrðu úr landi Urða. Þótt krafan sjálf skírskotaði ekki til deiliskipulagstillögu þar um kæmi það ekki í veg fyrir að KA gæti tekið til efnislegra varna um kröfuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“