fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Neitar að fjarlægja frétt – „Það þarf að fjarlægja fólkið“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 8. september 2020 13:22

Reynir Traustason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krabbameinsfélag Íslands krafðist þess að Mannlíf tæki út frétt sem birtist á vef þeirra í gær þar sem rætt var við fyrrverandi starfsmann félagsins sem er sagður bera ábyrgð á mistökum við krabbameinsleit. Ritstjóri Mannlífs, Reynir Traustason, segir í ritstjórnarpistli að nærtækara væri að fjarlægja stjórn Krabbameinsfélagsins.

Þórdís Björg Kristinsdóttir, lífeindafræðingur, steig fram í viðtali við Mannlíf í gær sem hinn umræddi starfsmaður sem hefur verið kennt um mistök við greiningu frumubreytingasýna hjá Krabbameinsfélaginu. Sagði hún þar að hún hafi gert mannleg mistök og að henni sárnaði mjög sá varnarleikur sem félagið hefur spilað undanfarnar vikur þar sem allri sök er beint að Þórdísi.

Eftir að fréttin birtist hafði Krabbameinsfélagið samband við Mannlíf og krafðist þess að fréttin yrði tekin úr birtingu.

Reynir Traustason víkur að þessu í ritstjórnarpistli sem hann birti í dag.

„Stjórnendur Krabbameinsfélags Íslands krefjast þess að frétt Mannlífs með viðtali við starfsmenn sem þeir hafa gert að blóraböggli vegna ragnrar skimunar verði fjarlægð. Sömuleiðis krefjast þeir að aðrir fjölmiðlar dragi nafnbirtingu starfsmannsins til baka,“ skrifar Reynir. 

Reynir segir að stjórnendur félagsins hafi brugðist bæði skjólstæðingum sínum og starfsfólki.

„Mistök  við sýnatöku fólu í sér þá dauðans alvöru að fólk sem treysti á niðurstöðurnar bjó við falskt öryggi með líf sitt að veði. Staðfest dæmi er um slíkt og kona sem hafði mætt í skimun og greinst heilbrigð er skömmu síðar með ólæknandi krabbamein“ 

Reynir segir að viðbrögð Krabbameinsfélagsins hafi verið lítilmannleg. Í stað þess að taka ábyrgð á mistökunum hafi félagið ákveðið að fara þá leið að kenna starfsmanni um og upplýst að viðkomandi hafi glímt við andleg veikindi.

Félagið hafi án þess að nafngreina starfsmanninn gefið nægjanlega mikið í ljós til að hægt væri að hafa upp á nafni hennar.

„Stjórnin hefur dregið nafn þess niður í svaðið með svo grófum mistökum að fólk er agndofa. Til að kóróna allt annað krefst félagið þess að fréttir um starfsmanninn sem það úthrópaði verði fjarlægðar.“

Reynir bendir á að það hafi ekki verið nafnbirting Mannlífs sem skaðaði Þórdísi heldur háttsemi félagsins að útnefna hana blóraböggul.

„Öll stjórn Krabbameinsfélagsins og lykilstarfsmenn þess eiga að segja af sér og víkja. Félagið verður að blása til aðalfundar í því skyni að bjarga félaginu frá þeirri glötun sem blasir við undir núverandi stjórn. Fréttirnar um félagið á mannlif.is verða ekki fjarlægðar. En það þarf að fjarlægja fólkið sem er að rústa ímynd þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Í gær

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega