fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

Þetta er íslenska nafnið sem alræmdi svikahrapurinn notaði

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 5. september 2020 12:00

Farah Damji

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir skömmu greindi DV frá því að alræmdi svikahrappurinn Farah Damji, sem hefur verið kölluð „hættulegasta konan í London“, hefði þóst vera Íslendingur á meðan hún hélt sig í Dublin til að forðast réttarhöld.

Sjá einnig: „Hættulegasta konan í London” þóttist vera Íslendingur – Gerði líf manns að lifandi helvíti

Sagðist heita Anna Margrét

Líkt og kom fram í frétt DV hafði Damji verið ákærð í London fyrir ítrekuð brot á nálgunarbönnum. Hún var þó ekki viðstödd réttarhöldin, þar sem hún virtist hafa flúið land, og það til Dublin. Þar hafi hún verið undir fölsku flaggi og notað íslensk vegabréf og skilríki. Í vikunni greindu írskir miðlar frá því að íslenska nafnið sem Farah Damji notaði var Anna Margrét Vignisdóttir.

Í ágúst vara Damji handtekinn í Dublin, en hún hafði flúið London í febrúar. Í byrjun þessarar viku kom hún fyrir dómara og sagði sína hlið málsins. Hún vildi þó ekki tjá sig um falska íslenska nafnið.

Farah Damji á langa sögu að baki. Hún hefur stanslaust komist í kast við lögin frá tíunda áratug seinustu aldar, en í dómsal í vikunni var fullyrt að hún hefði hlotið allavega sex dóma fyrir meira en sex brot. Faðir Damji var auðjöfur frá Úganda, en fyrir dómi fullyrti hún að hann væri látinn og hefði ekki arfleitt sig að auðæfum sínum heldur komið þeim fyrir í sjóðum barnabarna sinna.

Lifði á listinni með Rolex-úr

Fyrir dómi kom margt annað áhugavert fram, til dæmis að hún hafi haft Rolex-úr undir höndum þegar hún var handtekin. Og að hún hafi reynt að vekja athygli stjórnmálafólks og annara mektarmanna á máli sínu. Þá fullyrti hún að sér hefði tekist að lifa í Dublin á sparnaðarfé og með því að selja eigin málverk.

Farah Damji hefur átt við andleg veikindi að stríða, en samkvæmt skýrslu geðlæknis er líklegt að ástand hennar fari versnandi verði hún dæmd til fangelsisvistar.

Hér er hægt að lesa meira um ótrúlega sögu Farah Damji.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur
Fréttir
Í gær

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Í gær

Enn hlýrra loft í kortunum í dag

Enn hlýrra loft í kortunum í dag