fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Fyrrverandi eigandi Argentínu steikhúss ákærður fyrir skattsvik og peningaþvætti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 19:05

Argentína steikhús. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þór Sigfússon, fyrrverandi eigandi Argentínu steikhúss, hefur verið ákærður fyrir skattsvik og peningaþvætti. Kristján var annar eigandi veitingastaðarins sögufræga allt frá árinu 1990 og þar til hlutafélag hans, Pottur, varð gjaldþrota árið 2017, en þá tóku aðrir eigendur við veitingastaðnum, en hann starfar ekki í dag.

Lýstar kröfur í Pott á sínum tíma voru 86 milljónir króna en ekkert fékkst upp í þær.

Í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, er Kristján sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti fyrir árin 2015 og 2016 upp á samtals tæplega 12 milljónir króna og ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir sömu ár og fyrstu tvo mánuði ársins 2017 upp á samtals rúmlega 17 milljónir.

Ennfremur er Kristján ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa aflað Potti ehf. ávinnings af brotum ofangreindum skattalagabrotum, samtals að fjárhæð tæplega 29 milljónir króna, og nýtt ávinninginn í þágu rekstrar fyrirtækisins og eftir atvikum í eigin þágu.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 27. ágúst.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð