fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Fyrrverandi eigandi Argentínu steikhúss ákærður fyrir skattsvik og peningaþvætti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 19:05

Argentína steikhús. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þór Sigfússon, fyrrverandi eigandi Argentínu steikhúss, hefur verið ákærður fyrir skattsvik og peningaþvætti. Kristján var annar eigandi veitingastaðarins sögufræga allt frá árinu 1990 og þar til hlutafélag hans, Pottur, varð gjaldþrota árið 2017, en þá tóku aðrir eigendur við veitingastaðnum, en hann starfar ekki í dag.

Lýstar kröfur í Pott á sínum tíma voru 86 milljónir króna en ekkert fékkst upp í þær.

Í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, er Kristján sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti fyrir árin 2015 og 2016 upp á samtals tæplega 12 milljónir króna og ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir sömu ár og fyrstu tvo mánuði ársins 2017 upp á samtals rúmlega 17 milljónir.

Ennfremur er Kristján ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa aflað Potti ehf. ávinnings af brotum ofangreindum skattalagabrotum, samtals að fjárhæð tæplega 29 milljónir króna, og nýtt ávinninginn í þágu rekstrar fyrirtækisins og eftir atvikum í eigin þágu.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 27. ágúst.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos