fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Lögreglurannsókn vegna gjaldþrots Farvel – Segir Ferðamálastofu hafa sýnt linkind

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 07:50

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Mynd: Fréttablaðið/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan rannsakar nú ásakanir um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað hjá ferðaskrifstofunni Farvel. Tugir Íslendinga sátu uppi með mikið tap við gjaldþrot ferðaskrifstofunnar vegna ferða sem þeir höfðu greitt inn á en voru aldrei farnar. Dæmi er um fjölskyldu sem tapaði um þremur milljónum vegna þessa. Ferðamálastofa er sökuð um linkind í garð fyrirtækisins og hefur erindi verið sent til Umboðsmanns Alþingis vegna þess.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að ferðaskrifstofan hafi verið svipt starfsleyfi þann 18. desember á síðasta ári eftir að hafa hunsað kröfu um hækkaða tryggingu í fjórtán mánuði. Fréttablaðið hefur eftir Eiríki Jónssyni, fyrrverandi formanni Kennarasambands Íslands, sem hafði greitt inn á ferð hjá Farvel að athæfi forsvarsmanns Farvel sé saknæmt.

„Það var kallað eftir því að fólk greiddi inn á ferðir sínar þegar ljóst var í hvað stefndi. Þeir sem millifærðu inn á reikning fyrirtækisins töpuðu nánast öllu slíku. Ég veit af fjölskyldu sem millifærði um 3 milljónir en fékk aðeins 10 prósent frá Ferðamálastofu.“

Sagði Eiríkur sem fékk sína ferð endurgreidda að mestu því hann greiddi hana með greiðslukorti. Eiríkur hefur sent Umboðsmanni Alþingis erindi vegna linkindar Ferðamálastofu gagnvart Farvel.

76 kröfur bárust Ferðamálastofu í tryggingasjóð vegna Farvel. Meðal endurgreiðslan var um 10 prósent. Aðspurð sagði Helena Þ. Karlsdóttir, forstöðumaður hjá Ferðamálastofu, að mál eins og þetta sé ástæðan fyrir að Ferðamálastofa ráðleggi fólki að greiða ferðir með greiðslukortum. Aðspurð af hverju ekki hafi verið gripið fyrr inn í mál Farvel sagði hún að stjórnsýslulegar ákvarðanir, eins og þarf að viðhafa í svona málum, taki tíma.

„Þetta er mjög öfgakennt dæmi og sem betur fer sjaldgæft að slíkir viðskiptahættir eigi sér stað. Við teljum að þarna hafi saknæmt athæfi átt sér stað og bíðum nú niðurstöðu lögreglurannsóknar.“

Sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Banaslys í Mosfellsbæ

Banaslys í Mosfellsbæ
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gísli leggur til breytingar á erfðafjárskattinum – „Með þessari leið mætti slá tvær flugur í einu höggi”

Gísli leggur til breytingar á erfðafjárskattinum – „Með þessari leið mætti slá tvær flugur í einu höggi”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglunemar grunaðir um að deila óviðeigandi myndum af bekkjarsystrum sínum á Snapchat

Lögreglunemar grunaðir um að deila óviðeigandi myndum af bekkjarsystrum sínum á Snapchat
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gunnar Gíslason er lögmaðurinn sem sat í gæsluvarðhaldi – Segir að kona sín og börn hafi mátt þola ólöglega innrás

Gunnar Gíslason er lögmaðurinn sem sat í gæsluvarðhaldi – Segir að kona sín og börn hafi mátt þola ólöglega innrás
Fréttir
Í gær

Davíð segir illa farið með gamla fólkið og nefnir dæmi: „Dó sem útlendingur uppi á Skaga tveimur vikum síðar“

Davíð segir illa farið með gamla fólkið og nefnir dæmi: „Dó sem útlendingur uppi á Skaga tveimur vikum síðar“
Fréttir
Í gær

Viðrekstur kvenna lyktar verr en karla – Þetta er ástæðan

Viðrekstur kvenna lyktar verr en karla – Þetta er ástæðan