fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Níð gegn menntamálaráðherra í Facebook-hóp um íslenska tungu ofbýður prófessor

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 18:00

Eiríkur Rögnvaldsson og Lilja Alfreðsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Facebook er hópur helgaður hinu íslenska tungumáli sem nefndist Málvöndunarþátturinn. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, var tekin fyrir af meðlimum hópsins í gær vegna þess að hún sagði „skólanir“ í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í stað þess að segja „skólarnir“.

Prófessor kemur Lilju til varnar

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, varð vitni af þessari umræðu og telur hana verulega ómaklega. Ritaði hann um það pistil sem hann birti á vefsvæði sínu hjá Háskóla Íslands.

Eiríkur segir að umræðan í Málvöndunarþættinum hafi ítrekað ofboðið honum, en gagnrýnin á Lilju að þessu sinni hafi alveg gengið fram af honum.

Um íslenskan framburð er að ræða

Eiríkur bendir á að Lilja sé ekki ein um að bera fram skólarnir sem „skólanir“. Þetta sé framburður sem hefur helst verið tengdur við Suðurland og þá einkum Árnessýslu.

„En það er vissulega rétt að fáir virðast þekkja þennan framburð og því ekkert undarlegt að fólk sem ekki þekkir framburðinn telji hann rangan. Við erum ansi föst í því að íslenskan sé og eigi að vera eins og við ólumst upp við hana – eða eins og okkur var kennt að hún eigi að vera.“ 

Lilja sögð ótalandi á eigin tungu

Hins vegar hafi umræðan inn á áðurnefndum hóp verið ómakleg.

„Það sem gekk fram af mér að þessu sinni var orðfærið í umræðunni.“ 

Tiltók hann nokkrar setningar sem birtust í umræðu hópsins í dæmaskyni. Meðal þeirra sem hann taldi upp voru eftirfarandi:

„mjög sorglegt að menntamálaráðherra skuli ekki tala betri íslensku“ 

„svona mannvitsbrekkur eru við stjórnvölinn í menntamálum þjóðarinnar“ 

„bull og getuleysi“

„menntamálaráðherra þjóðarinnar er ótalandi á eigin tungu“

„of ung til að valda embættinu“

Dónaskapur og persónuníð

Þykir Eiríki það yfirgengilegt að sjá nafngreinda manneskju gagnrýnda með þessum hætti og umræðan eigi ekkert skylt við málvöndun.

„Þetta á ekkert skylt við málefnalega gagnrýni. Þetta er dónaskapur og persónuníð sem ekki á að líðast í opinberri umræðu. Og þetta á ekki heldur neitt skylt við málvöndun. Dettur virkilega einhverjum í hug að umræða af þessu tagi sé íslenskri tungu til framdráttar?“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Í gær

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“
Fréttir
Í gær

Heilbrigðisfulltrúi tók sér vald sem hann hafði ekki

Heilbrigðisfulltrúi tók sér vald sem hann hafði ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sagðist ekki hafa verið „með gáfur til þess“ að telja tugi milljóna fram til skatts

Sagðist ekki hafa verið „með gáfur til þess“ að telja tugi milljóna fram til skatts
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu