fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Senda skilaboð til sendiherrans ameríska – „Booo, I will eat you – Leppalúði“

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ambassador Gunter – BOOOO! We come for you – Icelandic Trölls.“ Þetta eru skilaboð sem óprúttnir háðfuglar skildu eftir við Miklubraut og víðsvegar í miðbænum þar síðustu nótt. Eru þeir eflaust að vísa til frétta af sendiherra Bandaríkjanna, sem í frétt CBS var sagður „vænissjúkur“ og að hann hafi viljað stórefla öryggisgæslu sína á meðan hann er hér á landi.

Sjá nánar hér: Sláandi frétt CBS um „vænissjúkan“ sendiherra á Íslandi – Vill byssu, brynvarðan bíl og stunguvesti

Er sendiherrann sagður hafa neitað að snúa til baka til Íslands á meðan Covid faraldurinn geisaði og þurfti að skipa honum að snúa aftur til starfsstöðvar hans. Enn fremur er hann sagður óttast um öryggi sitt hér á landi og sagður hafa viljað bera skotvopn, stunguvesti og fá brynvarðan bíl. Er bandaríska utanríkisráðuneytið sagt vera á milli steins og sleggju í málinu þar sem þau óttast að öryggiskröfur sendiherrans gætu móðgað gistiríkið, Ísland.

En ef marka má skiltin á Íslandi að ræða er ótti sendiherrans alls engin vænissýki. Að minnsta kosti myndi sá er þetta ritar ekki vilja hafa íslensku tröllin, Leppalúða og sjálfa Grýlu á eftir sér.
.
.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin