fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Sláandi frétt CBS um „vænissjúkan“ sendiherra á Íslandi – Vill byssu, brynvarðan bíl og stunguvesti

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 26. júlí 2020 13:39

mynd/sigtryggur ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólitískt skipaður sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, Jeffrey Ross Gunter, er sagður vilja bera skotvopn á sér í frétt CBS news í dag. Hefst frétt CBS svo: „Þrátt fyrir að vera staðsettur í einu öruggasta ríki heims, er Jeffrey Ross Gunter „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til Reykjavíkur í fyrra.“

Vísar CBS í 12 diplómata, stjórnarerindreka og fyrrum fulltrúa auk einstaklinga sem þekkja til málsins. Niðurstaða Gunters var sú að krefjast þess af utanríkisráðuneytinu Bandaríska að þeir óskuðu eftir leyfi fyrir sendiherrann vænisjúka að ganga um vopnaður hér á landi. Hann á einnig að hafa óskað eftir brynvörðum bíl sem ferðaðist með hann á milli staða á Íslandi og stunguvesti.

Hlustaði ekki á að Ísland væri öruggt land

Utanríkisráðuneytið bandaríska neitaði að tjá sig um hvort einhverskonar ógn stafaði að öryggi sendiherrans, en fulltrúar bandarískra stjórnvalda sögðu þó að sendiherranum hafi verið tjáð að Ísland væri öruggt land og að hann væri öruggur hér. Þó hefði verið auglýst eftir lífvörðum í íslenskum blöðum, segir CBS, og sé það liður í að verða við kröfum sendiherrans.

Auglýsing um lífverði sem birtist í Morgunblaðinu nýverið.

Í frétt CBS segir að íslenska utanríkisráðuneytið hafi ekki viljað tjá sig um málið við CBS. Hinsvegar hefur fréttastofan bandaríska eftir heimildamönnum sínum hér á landi að engin ósk hafi borist hérlendum stjórnvöldum þess efnis. Þar að auki segir CBS að Gunter hafi verið talaður af því að ganga um vopnaður þar sem það myndi móðga gistiríkið, Ísland.

Sendiherrann hlaut tign sína að launum fyrir að hafa stutt ríkulega við kosningasjóð Donalds Trump í forsetakosningunum 2016. Áður var hann húðlæknir í Kaliforníu.

Vændi undirmenn sína um að vera erindrekar „djúpríkisins“

Síðan Gunter tók við í Maí er hann sagðir hafa búið til „ómögulegt“ starfsumhverfi í sendiráðinu og hefur hann þegar haft sjö undirmenn, svokallaðir Deputy Chief of Mission, undirmenn sendiherrans sem eru jafnframt útsendir diplómatar. Voru það allir reyndir diplómatar úr bandaríska utanríkisráðuneytinu. Sá fyrsti var sendur burt af sendiherranum „afþví honum leist ekki á útlit hans.“ Hafði sá þegar undirbúið sig í heilt ár og lært íslensku. Sá næsti entist aðeins í sex mánuði. Í kjölfar var búin til rótering af starfsfólki og var hugsunin að láta Gunter máta sem flesta þangað til honum litist á einhvern þeirra.

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna heilsar sendiherranum við komu til landsins. mynd/AntonBrink

Ennfremur segir CBS að Gunter hafi vænt starfsfólk sendiráðsins um að ganga erinda „djúpríkisins“ og að hafa grafið undan honum gagnvart utanríkisráðuneytinu í Washington D.C. Yfirmenn utanríkisráðuneytisins í D.C. eru sagðir vel meðvitaðir um ástandið í sendiráði þeirra í Reykjavík, en hafa verið hikandi við að grípa í taumana á stjórnleysi sendiráðsins í ljósi tengsla Gunters við Hvíta húsið.

Einnig er sagt að Gunter hafi átt í erfiðleikum með að fylgja skipunum utanríkisráðuneytisins í Washington, og er hann sagður hafa neitað að snúa til baka til D.C. á meðan Covid-19 faraldurinn geisaði. Skildi hann sendiráðið eftir í höndum starfsmanna sinna í fleiri mánuði. Er hann sagður hafa ætlað að vinna frá heimili sínu í Kaliforníu nema skipað af sjálfum utanríkisráðherranum, Mike Pompeo, að snúa aftur.

Sendiherrann og Donald Trump

Snéri loks til baka

Hafandi loksins fengið skipunina, snéri Gunter til baka til Íslands í maí. Nýr undirmaður hans, Michelle Yerkin, kom svo til landsins í þessum mánuði. CBS hefur ekki fengið svör við fyrirspurnum þeirra til bandaríska utanríkisráðuneytisins.

Utanríkisráðuneytið vildi ekki tjá sig við CBS, né við fyrirspurn DV.

Gunter er einn fjölmargra pólitískt skipaðra sendiherra Trump stjórnarinnar sem hefur vakið athygli fyrir óvenjulega hegðun undanfarna mánuði. Til að mynda vakti Woody Johnson hörð viðbrögð þegar kom á daginn að hann hafi verið að reyna að láta flytja breska opna meistaramótið í golfi á gólfvöll í eigu Trump. Sendiherrann í Suður-Afríku hefur jafnframt legið undir ámæli fyrir að hafa rekið sinn númer tvö mann og reynt svo að skipa son hennar í starfið.

42% sendiherra Bandaríkjanna eru pólitískt skipaðir. 30% voru pólitískt skipaðir í ríkisstjórn Obama, og 32% í ríkisstjórn George W. Bush.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“