fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Sara Mist syrgir föður sinn: „Hann gaf öllum allt sem hann átti“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 12:00

Sverrir Þór Einarsson. Mynd: Aðsend og samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann var eitt mesta legend sem uppi hefur verið. Hann var með ofurkrafta, gat beyglað og slitið sundur skiptilykla eins og ekkert væri. Ég kann endalausar sögur af honum og gæti talað við þig í þrjá daga og ennþá væri til efni,“ segir Sara Mist Sverrisdóttir, dóttir Sverris Tattoo, Sverris Þórs Einarssonar, sem er nýlátinn.

Hún segir að hjálpsemi hafi verið ráðandi þáttur í persónuleika föður síns: „Ef hann heyrði að einhvern vandaði eitthvað eða einhver væri í vandræðum, þá stökk hann alltaf til og reddaði. Hann gaf öllum allt sem hann átti, ef því var að skipta, ef einhvern vanhagaði um eitthvað. Og bað aldrei um neitt í staðinn,“ segir Sara Mist.

Sara Mist dregur ekki dul á það að faðir hennar gerði ýmislegt um ævina sem betur hefði verið látið ógert: „Hann var mjög villtur í gamla daga en róaðist með árunum. Hann hefur gert allan andskotann í gegnum tíðina. Hann fór til dæmis í Hells Angels en svo gekk hann úr samtökunum aftur. Hann var engu að síður gull af manni og hefur snert líf margra.“

Vann hjá pabba frá fimm ára aldri

„Ég fékk fyrstu vinnuna á tattoo-stofunni hans þegar ég var fimm ára, 12 ára var ég farin að handsmíða nálarnar og teikna myndirnar. Sautján ára var ég farin að flúra og reka búðina með honum. Ég lærði allt í faginu af honum,“ segir Sara Mist.

Sara hefur tekið alfarið við fyrirtæki föður síns, sem er húðflúrstofan Skinnilist Tattoo, Brautarholti 6, í Reykjavík. Um tíma starfaði eftirlifandi eiginkona Sverris, Diljá Petra Finnbogadóttir, þar við afgreiðslu. Stofan er nú lokað um stuttan tíma, eða fram yfir útför Sverris.

Safnað fyrir útför og legsteini

Sverrir greindist með ristilkrabbamein fyrir einu og hálfu ári. Hafði það þá breiðst um allan líkamann. Um skeið dvaldist hann á líknardeild en fluttist inn á krabbameinsdeild undir lokin þar sem hann lést.

Ættingjar Sverris hafa nú stofnað söfnunarsíðu vegna útfararinnar. „Sverrir, sá mikli höfðingi snerti líf margra áður en hann fór. Hann á svo sannarlega skilið almennilega jarðarför og fallegan legstein. Við höfum því stofnað söfnunarreikning, margt smátt gerir eitt stórt,“ segir þar.

Reikningsupplýsingarnar eru eftirfarandi: 0370-26-009610. kt.250788-2239

Á síðunni eru birtar myndir af Sverri og ástvinum hans og þar verða birtar upplýsingar um útförina. Facebook-síðan Jarðarför Sverris Tattoo

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Í gær

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK