fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Leitað að pari á Hornströndum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. júlí 2020 05:41

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitir við Djúp voru kallaðar út á tólfta tímanum í gærkvöldi til leitar að ungu pari sem er í vanda á Hornströndum. Mikil þoka er nú á svæðinu en talið er að parið sé á milli Fljótavíkur og Hlöðuvíkur.

Björgunarskipið Gísli Jóns kom á vettvang um klukkan hálf tvö með gönguhópa sem voru settir í land í Fljótavík. Flytja átti gönguhópana inn eftir Fljótsvatni á slöngubát og koma þeim eins nærri Þorleifsskarði og hægt er til að stytta gönguna. Um sex kílómetrar eru frá lendingarstaðnum í Fljótavík að Þorleifsskarði. RÚV skýrir frá þessu.

RÚV hefur eftir Daníel Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, að ekki hafi náðst samband við fólkið síðan hjálparbeiðnin barst og ekki hafi tekist að staðsetja það nákvæmlega. Hann sagði að menn telji sig vita nokkurn veginn hvar fólkið er.

Uppfært klukkan 07.10

RÚV segir að leit standi enn yfir en svartaþoka er á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði voru leitarmenn komnir að Þorleifsskarði en þokan hamlar leit. Beðið verður um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar um leið og léttir til ef fólkið hefur ekki fundist áður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum