fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Barn með tourette verður fyrir grimmilegu ofbeldi í Njarðvík – Hópurinn sem ofsækir hana fer stækkandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. júlí 2020 15:00

Frá Njarðvík. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eineltið byrjaði fljótlega eftir að við fluttum hingað. Þá var hópur sem elti hana heim úr skóla, hún var barin og kom oft marin heim,“ segir móðir 12 ára stúlku, sem er með tourette-sjúkdóminn og veikt taugakerfi, en barnið hefur orðið fyrir grimmilegu ofbeldi í Njarðvík undanfarin þrjú ár. Ofbeldið fer vaxandi og segir móðirin að sá hópur sem ofsæki dóttur hennar fari sístækkandi. Um er að ræða börn á aldrinum 11 til 14 ára.

Þar sem málið er afar viðkvæmt kemur móðirin ekki fram undir nafni en hún telur nauðsynlegt að greina frá þessu til að vekja foreldra í bænum til vitundar um vandamálið. Móðirin greindi frá nýjustu ofbeldisatvikunum í íbúahópi Njarðvíkinga á Facebook. Þar segir meðal annars:

„Það voru þrjár stelpur á svipuðum aldri og hún sem báðu hana að hitta sig í gær fyrir utan Akurskólann, bara til að níðast á henni, sögðu að hún væri skrítin og fötluð og ein af þeim byrjaði að hrinda henni. Svo í kvöld voru tvær stelpur sem veru mjög ljótar í orðum við hana þegar þær sáu hana í kippum. Þetta er nánast hvern einasta dag sem börn koma svona fram við hana þegar þau sjá að hún er með frávik. Þetta eru bæði stelpur og strákar frá aldrinum 11-14 ára sem koma svona fram við hana.“

Móðirin biðlar til forelda um að ræða málið við börn sín og útskýra fyrir þeim hvað tourette sé. Ef þau sjái hana með kippi eða segja orð sem hún ræður ekki við, þá sé mikilvægt að koma vel fram við hana og forðast að segja að hún sé skrýtin. Móðirn segir enn fremur í færslunni:

„Hún er nefnilega mjög skýr og skemmtileg, en er orðin mjög óörugg með sjálfa sig því hún fær endalaust að heyra að hún sé skrítin. Ég vil líka að það komi fram að það eru líka börn sem koma mjög vel fram við hana. Við höfum alvarlega verið að spá að flytja héðan því þetta er ekki boðlegt. En við vonum innilega að þetta eigi eftir að lagast.“

Lenti aldrei í einelti í Reykjavík

„Mér finnst skrýtið að enginn geti sagt til um hverjir þetta eru,“ segir móðirin í viðtali við DV, en henni hefur ekki tekist að komast að því hvaða börn áttu í hlut í síðustu ofbeldisatvikunum, en hún vill freista þess að ræða vandamálið við viðkomandi foreldra. Færsla hennar í íbúahópnum hefur hins vegar vakið mikil viðbrögð og umræðu sem hún vonast til að verði til góðs. Nauðsynlegt sé að fá foreldra til að ræða þetta vandamál við börn sín.

„Það eru fleiri börn hér með frávik sem eru að verða fyrir þessu,“ segir móðirin sem hefur rætt við foreldra slíkra barna.

Fjölskyldan flutti til Njarðvíkur fyrir þremur árum frá Reykjavík. Segir móðirin að dóttirin hafi aldrei lent í einelti í Reykjavík, vandamálið hafi byrjað í Njarðvík.

Vandamálið í dag er ótengt skóla. Dóttirin er í sérskóla þar sem þessi vandi er ekki fyrir hendi. Ofbeldið kemur úr hverfinu:

„Það verður að gera eitthvað í þessu. Það er ömurlegt að vera með kvíða þegar barnið fer út, hún þarf alltaf að vera með síma á sér og við segjum henni að hringja í okkur ef eitthvað kemur upp á. Hún er hins vegar komin á þann aldur að við getum ekki lokað hana inni.“

Móðirin segir að fyrst hafi stúlkan ekki sagt frá ofbeldinu vegna þess að henni var hótað öllu illu ef hún segði frá. „Hún er þannig að hún tekur hótunum bókstaflega og heldur að það sem hótað er gerist,“ segir móðirin. Dóttir hennar sé töluvert veik þó að hún sé skýr á sinn hátt: „Hún er fyrirburi og með mjög veikt taugakerfi.“ Telur hún að eineltið hafi haft slæm áhrif á heilsu dóttur sinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu