fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Páli gert að fjarlægja legsteinasafn sitt í Húsafelli – Þarf nú að rífa 40 milljóna hús

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 12:35

Páll á Húsafelli - mynd/Frettabladid

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir margra ára velting í kerfinu er nú loks fallinn dómur í máli Sæmundar Ásgeirssonar gegn nágranna sínum Páli Guðmundssyni myndhöggvara. Páll þarf að fjarlægja 40 milljóna króna hús undir legsteinasafn sitt á næstu tveim mánuðum, ellegar leggjast á hann 40 þúsund krónu dagsektir.

Málið teygir anga sína aftur til ársins 2015, þegar sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti byggingaleyfi fyrir byggingu Pakkhúss á jörð Páls, og svo 2016 þegar bygging húss utan um legsteinasafn Páls var samþykkt. Þessi byggingaleyfi voru kærð til Úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál sem úrskurðaði 2018 að deiliskipulagið sem byggingaleyfi Páls byggðu á, væru ógild vegna klaufaskaps af hálfu bæjaryfirvalda í auglýsingu nýja skipulagsins. Var byggingaleyfi Páls fyrir legsteinahús ennfremur fellt úr gildi með úrskurðinum.

Hóf byggingu á gildu deiluskipulagi

Sæmundur höfðaði svo mál fyrir Héraðsdómi að fá báðar byggingar fjarlægðar. Dómur féll svo loks í gær í Héraðsdómi Vesturlands og skal, sem fyrr segir, Páll fjarlægja hús undir legsteinasafn sitt af jörðu sinni innan tveggja mánaða, ellegar sæta dagsektum. Komi til innheimtu dagsekta, rennur sú upphæð í vasa nágranna hans, Sæmundar. Sæmundur rekur á næstu jörð gistiheimilið Gamli bær og deila jarðirnar Húsafell 1 og Húsafell 2 bílastæði.

Í dóminum kemur fram að framkvæmdir hafi hafist strax í kjölfar veitingu byggingaleyfis. Uppslátur steypumóta hafi hafist í október 2017 og veggir steyptir í febrúar 2018. Þar sem að það lá fyrir á þeim tímapunkti að Sæmundur myndi kæra byggingu húsanna þótti Héraðsdómi rétt að Páll tæki ábyrgð á áhættunni sem hann tók með byggingu húsanna, þrátt fyrir óvissu um lögmæti byggingaleyfanna. Segir í dómnum: „Með því að láta ekki staðar numið og bíða niðurstöðu  dómstóla var það á áhættu stefnda að  verðmæti kynnu að fara forgörðum ef byggingarleyfið myndi ekki reynast veitt á lögmætum grunni.“ Páll var hins vegar sýknaður af kröfu Sæmundar að þurfa að fjarlægja Pakkhúsið sitt nýja og fær það því að standa óbreytt.

Framhaldssagan enn óskrifuð

Í samtali við blaðamann vildi Páll ekki tjá sig um framhald málsins eða hvort málinu yrði áfrýjað til Landsréttar. „Ég vil bara fá frið til að sinna minni list,“ sagði Páll. Páll er myndhöggvari, listamaður og hljóðfærasmiður og er fæddur í Húsafelli og býr þar enn.

Vefurinn Skessuhorn segir frá því að málsaðilar hafi ekki tekið ákvörðun um hvort látið verði reyna á hugsanlega bótaskyldu sveitarfélagsins Borgarfjarðar vegna mistaka á skipulagssviði þess. Ljóst er að skipulag sem byggingaleyfin byggðu á tóku aldrei gildi og er erfitt að sjá að þar hafi annað en klaufaskapur ráðið för.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Í gær

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“
Fréttir
Í gær

Heilbrigðisfulltrúi tók sér vald sem hann hafði ekki

Heilbrigðisfulltrúi tók sér vald sem hann hafði ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sagðist ekki hafa verið „með gáfur til þess“ að telja tugi milljóna fram til skatts

Sagðist ekki hafa verið „með gáfur til þess“ að telja tugi milljóna fram til skatts
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu