fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Ný framkvæmdasjá Veitna ohf segir þér allt um framkvæmdir í þínu hverfi

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 10:02

Öryggiskeilan Finnur vinnur víða um borgina. mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitur ohf. kynntu í dag nýja Framkvæmdasjá Veitna þar sem hægt verður að skoða framkvæmdir á vegum fyrirtækisins á vefnum. Þar má sjá hvað er verið að gera, hvenær verkið hefst og hvenær því á að ljúka, umfang þess og hverjir ábyrgðaraðilar eru vilji íbúar koma athugasemdum á framfæri við framkvæmdaraðila.

Í tilkynningu Veitna kemur fram að framkvæmdir við veitukerfin hafi aldrei verið jafn umfangsmikil og nú í sumar. Áður höfðu Veitur gert ráð fyrir að setja 9 milljarða árlega í fjárfestingar, en vegna Covid-19 faraldursins og áhrif þess á efnahagslífið jók stjórn fyrirtækisins framkvæmdaféð um 6 milljarða. Verða því samtals 15 milljarðar settir í endurbætur, nýfjárfestingar og viðhald á lagnakerfi fyrirtækisins á þjónustusvæði þess sem nær til yfir 70% af íbúum landsins.

„Til að kynna framkvæmdasjánna verður farið í markaðsherferðina Finnur vinnur en Finnur er í mynd öryggiskeilu, eins og þær sem finna má allsstaðar þar sem Veitur grafa í jörð. Finnur er oftar en ekki fyrstur á staðinn þegar stinga þarf niður skóflu og sá síðasti sem yfirgefur vettvang,“ segir í tilkynningunni.

Inná Framkvæmdasjánni er hægt að slá inn póstnúmer, ár og stöðu framkvæmdar og fá þá lista yfir framkvæmdir sem ætlaðar eru eða eru í gangi auk ætlaðra áhrifa þeirra á nágrenni þeirra. Ennfremur eru þar upplýsingar um útboð á vegum Veitna sem og bilanir og stöðu viðgerða á þeim.

Sjá má frekari upplýsingar inná Framkvæmdasjá Veitna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíkin Lara fékk drep í húðina eftir árás hunds – „Við viljum finna konuna“

Tíkin Lara fékk drep í húðina eftir árás hunds – „Við viljum finna konuna“