fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Helgi Már sveik háar fjárhæðir út úr banka og borgaði handrukkara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 14. júlí 2020 13:57

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Már Magnússon, framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækisins Hattur Seafood, var í síðustu viku fyrir Héraðsdómi Reykjaness sakfelldur fyrir óvenjuleg fjársvik. Fyrir mistök starfsmanns Íslandsbanka var yfirdráttarheimild Hattar Seafold skráð 26 milljónir í stað 2,6 milljóna. Helgi Már nýtti sér villuna með þeim hætti að hann millifærði 22 milljónir á eigin reikninga og reikninga vandamanna. Þessi afbrot áttu sér stað seint á árinu 2017.

Í yfirheyrslu lögreglu kvaðst Helgi hafa notað hluta af fénu til að borga skuld við handrukkara.

Helgi var einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot og fyrir neyslu og vörslu fíkniefna.

Fólkið sem hann lagði inn á hjá, systir hans, þáverandi sambýliskona og mágur, var einnig ákært fyrir peningaþvætti en þau voru öll sýknuð.

Helgi neitaði sök og bar við að hann hefði talið yfirdráttarheimild fyrirtækisins hafa hækkað svo mikið, þ.e. upp í 26 milljónir. Í dómnum segir hins eftirfarandi um þetta atriði:

„Ákærði kvaðst sjálfur hafa haft allt frumkvæði að því að yfirdráttarheimild bankans var hækkuð og hefði m.a. gert sér ferð í bankann til að rita undir pappíra vegna þess. Þá vissi ákærði enn fremur að systir hans hafði undirgengist sjálfskuldarábyrgð fyrir þeirri lánveitingu og að fjárhæðin skyldi vera 2,6 milljónir en ekki 26 milljónir. Ákærða mátti því vera ljóst að hin mun hærri heimild sem hann sá á reikningum bankans væri til komin fyrir mistök, enda kvaðst ákærði ekki hafa trúað því í reynd og millifærði því í tilraunaskyni fyrst 2 milljónir út af reikningum félagsins og þegar hann sá að það gekk millifærði hann 20 milljónir til viðbótar. Verður því ekki litið öðruvísi á en svo að ákærði hafi með háttsemi sinni nýtt sér með óforsvaranlegum hætti þá aðstöðu sem hann var í, þegar hann tók út af reikningum félagsins yfirdrátt sem félagið hafði fengið fyrir mistök. Þá verður að líta svo á að þær aðgerðir ákærða að flytja féð af sínum bankareikningi yfir á bankareikninga annarra einstaklinga, til þess að þeir tækju peningana svo út í reiðufé og afhentu sér aftur, séu til marks um það að ákærði hafi gert sér grein fyrir því að háttsemi hans var bæði röng og ámælisverð. Auk þessa hefur ákærði játað að hafa nýtt hluta þeirra peninga sem hann komst yfir með þessum hætti til greiðslu skulda sinna við handrukkara.“
Helgi Már var sakfelldur fyrir peningaþvætti og dæmdur í þriggja ára fangelsi. Hann var ennfremur dæmdur til að greiða Íslandsbanka rúmlega 20 milljónir með vöxtum frá 8. desember 2017. Þá var honum gert að greiða sakarkostnað upp á rúmlega 1,1 milljón króna.

 

.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu