fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Vænta skýrslu heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð – Biskup segir umræðuna þarfa en varðveita beri líf

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. júlí 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar þing kemur fram í september er von á skýrslu heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð að sögn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem flutti þingsályktunartillögu árið 2018 sem varð að skýrslubeiðni til ráðherra.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Bryndísi að Alþingi hafi tvisvar samþykkt skýrslubeiðnina, bæði á síðasta löggjafarþingi og yfirstandandi þingi.

„Mér finnst þetta snúast um frelsi einstaklingsins, fyrst og fremst. Ég held að þessi ákvörðun eigi alltaf heima hjá einstaklingnum sjálfum.“

Er haft eftir Bryndísi sem hyggst biðja aftur um skýrslu ef skýrsla berst ekki á þessu þingi.

„Ég vona að það þurfi ekki að koma til þess, og að skýrslan berist á þessu þingi.“

Í skýrslubeiðninni er ráðherra krafinn upplýsinga um dánaraðstoð, til dæmis að kannað verði hver viðhorf heilbrigðisstarfsfólks eru til dánaraðstoðar, þróunar lagaramma þar sem hún er leyfð og reynslu af dánaraðstoð.

Þegar Morgunblaðið leitaði til Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups, vegna málsins vísaði hún til umsagnar embættisins um málið frá 2018. Í því áliti vakti biskup athygli á að fram að þessu hefði hér á landi verið litið á „það að taka líf manns eða að flýta fyrir dauða manns sé glæpsamlegt athæfi“ og lífið sé gjöf sem beri að varðveita.

Biskup tók undir að þörf væri fyrir umræðu um málefni er tengjast lífslokum og taldi gagnlegt fyrir samfélagið að slík umræða eigi sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð