fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Rúmlega 20 þúsund hafa nýtt sér ferðagjöf ríkisins

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. júlí 2020 08:00

Bláa lónið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um sjötíu þúsund landsmenn hafa nú þegar sótt ferðagjöf ríkisins og um tuttugu þúsund hafa nýtt sér hana. Rúmlega fjögur þúsund fyrirtæki hafa skráð sig til að taka við ávísuninni. Gjöfin er liður í að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu sem hefur farið illa út úr heimsfaraldri kórónuveirunnar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Allir landsmenn, átján ára og eldri, eiga rétt á gjöfinni sem er fimm þúsund króna gjafabréf. Fréttablaðið segir að samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum noti  nú þúsund til fimmtán hundruð manns gjöfina á hverjum degi.

Haft er eftir Vigdísi Jóhannsdóttur, markaðsstjóra verkefnastofu um Stafrænt Ísland, að ánægjulegt sé að sjá hversu jafnt notkun ferðagjafarinnar dreifist á svið innan ferðaþjónustu. 29,7%, þeirra sem hafa nýtt sér gjöfina, keyptu veitingar, 32,7% keyptu gistingu, 28,4% keyptu afþreyingu og 9,2% notuð hana til að greiða fyrir samgöngur.

Haft er eftir Vigdísi að verkefnið hafi farið mjög vel af stað og nú séu ferðaþyngstu mánuðirnir, júlí og ágúst, fram undan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð