fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Róbert Marshall: Mér fannst ég vera kominn inn í búbblu þar sem ég væri ekki að gera gagn

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 10. júlí 2020 07:00

Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Róbert Marshall er nýr upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Hann fann fyrir djúpri köllun til að gera samfélaginu gagn eftir að horfa yfir Ermarsundið þar sem afi hans lést í stríðinu. Róbert er í forsíðuviðtali í nýjasta helgarblaði DV. Við grípum hér niður í viðtalinu:

Með fram þingmennskunni var Róbert mikið að leiðsegja og fór síðan á fullt með eigin rekstur þegar hann ákvað að hætta þingmennsku árið 2016. „Ég var forvitinn um hvort það væri hægt að lifa af verkefnum tengdum útivistinni og það tókst. Við höfum sinnt ýmiss konar leiðsögn fyrir Ferðafélag Íslands og séð um þjálfun Landvætta. Þá ákvað ég að nýta þekkingu mína úr fjölmiðlun og dagskrárgerð, við Guðmundur Steingrímsson gefum út tvisvar á ári útivistartímaritið Úti og við Brynhildur [Ólafsdóttir, eiginkona Róberts] og Tómas Marshall bróðir minn gerðum útivistarþætti fyrir RÚV.

Þegar ég hætti á þingi ákvað ég að gera upp við mig árið 2020 hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór,” segir Róbert kíminn og heldur áfram: „Ég fann strax í haust að það var farið að toga í mig að skipta um vettvang. Þegar ég byrjaði að vinna í stjórnarráðinu fann ég hvað ég saknaði þess að vera á eiginlegum vinnustað. Ég og Brynhildur erum bara með sitthvora skrifstofuna heima og auðvitað hittum við mikið af fólki þegar við erum að þjálfa og leiðsegja en ég fann hvað ég hafði gott af þessari breytingu – að vakna á morgnana, fara út, sinna vinnunni og koma síðan heim. Ég hef alltaf verið pólitískt „animal” og mikill áhugamaður um stjórnmál. Ég var satt að segja farinn að finna fyrir samviskubiti yfir því að vera ekki að gera neitt fyrir samfélagið. Mér fannst ég vera kominn inn í einhverja búbblu þar sem ég væri ekki að gera gagn. Að mörgu leyti fannst mér ég hafa verið ágætis þingmaður og verið sterk rödd á ákveðnum sviðum.“

Viðtalið í heild sinni má lesa í nýjasta helgarblaði DV.

Háglansandi glimmerbrjóst, grænir líkamar og slefrákir

Íslenskar konur fara ekki í felur með kómísk vandræði sín með brúnkukrem og voru ófáir húmoristar til í að deila sprenghlægilegum sögum af vandræðum sínum.

„Kast! Erum að flytja um mánaðamótin og nú er bara að borða út úr skápum og nota það sem til er. Ákvað að fríska upp á mig með brúnkuspreyi sem ég hef átt mjög lengi. Ég gáði ekki að mér og þegar ég opnaði augun var ég mosagræn á lit. Spreyjaði þá í vaskinn og jú, jú, löngu útrunnið kremið og sjóveikigrænt á lit,“ rifjar Friðrika Kr. Stefánsdóttir upp, og það er stutt í hláturinn.

Sjáið myndir af áhugaverðum brúnkumistökum í blaðinu.

Sálarmorð með litlum líkum á sakfellingu

Gasljóstrun (e. gaslighting) er mjög alvarlegt andlegt ofbeldi þar sem ráðskast er með skynjun þolandans á þann hátt að hinn síðarnefndi fer að efast um skynjun sína, minni og jafnvel geðheilsu.

„Stærsta og algengasta birting gasljóstrunar er að ofbeldismenn kenna alltaf brotaþolanum um ofbeldið sem viðkomandi verður fyrir,“ segir Jenný Kristín Valberg, ráðgjafi hjá Kvennaathvarfinu. Jenný bjó sjálf við alvarlegt ofbeldi í 13 ár og hefur verið ötull talsmaður gegn ofbeldi.

Jenný biðlar til þeirra kvenna sem telja minnsta vafa á að þær séu beittar ofbeldi að hringja í Kvennaathvarfið í síma 561 1205.

Fastir liðir eru að sjálfsögðu á sínum stað, svo sem fjölskylduhornið, Eldað með Unu, krossgátan, Tímavélin og margt fleira.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa