fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Fríhöfnin með risakröfu á sígarettuþjófa – Innrituðu sig í flug en fóru aldrei um borð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 20:00

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir Litháar eru ákærðir fyrir að hafa stolið miklu magni af tóbaki úr Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Samtals eru mennirnir vændir um að hafa farið í átta þjófnaðarleiðangra á Keflavíkurflugvöll þar sem þeir eru sagðir hafa stolið sígarettukartonum úr Fríhöfninni. Mennirnir keyptu sér flugmiða, innrituðu sig í flug en fóru aldrei um borð í flugvélina. Þess í stað fóru þeir í  Fríhöfnina og samkvæmt ákæru tóku þeir ófrjálsri hendi 66 karton af sígarettum að verðmæti tæp hálf milljón.

Ákæra gegn einum manninum hefur verið birt í Lögbirtingablaðinu þar sem ekki hefur tekist að birta honum ákæru. Er hann kvaddur til að mæta, ásamt félögum sínum fyrir Héraðsdóm Reykjaness þann 8. september næstkomandi, þar sem málið verður tekið fyrir.

Lýsing í ákærunni á hinum meinta þjófnaði er eftirfarandi, en um átta tilvik er að ræða:

  1. Þann 22. október 2017, tekið samtals 18 karton úr komuverslun fríhafnarinnar, og haldlögð voru af Tollgæslu.
  2. Þann 6. júlí 2018, í félagi við Ricardas tekið samtals 6 karton úr komuverslun fríhafnarinnar og haldlögð voru af Tollgæslu.
  3. Þann 15. júlí 2018, í félagi við Kestas og Emilis, tekið samtals 4 karton úr brottfararverslun fríhafnarinnar.
  4. Þann 3. ágúst 2018, í félagi við Emilis, tekið samtals 7 karton úr brottfararverslun fríhafnarinnar og haldlögð voru af Tollgæslu.
  5. Þann 18. ágúst 2018, í félagi við Emilis, tekið samtals 14 karton úr brottfararverslun fríhafnarinnar.
  6. Þann 19. ágúst 2018, í félagi við Emilis, tekið samtals 3 karton úr brottfararverslun fríhafnarinnar.
  7. Þann 25. ágúst 2018, í félagi við Kestas og Ricardas, tekið samtals 2 karton úr brottfararverslun fríhafnarinnar.
  8. Þann 31. ágúst 2018, í félagi við Emilis, tekið samtals 12 karton, úr brottfararverslun fríhafnarinnar og haldlögð voru við handtöku lögreglu

Er þess krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fríhöfnin gerir einkaréttarkröfu á mennina sem er töluvert hærri en verðmæti tóbaksins sem þeir eru sagðir hafa stolið, en Fríhöfnin krefst skaðabóta upp á ríflega 13 milljónir króna frá Litháunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Langar þig að eiga sumarhús erlendis? Sérfræðingar segja þessi lönd skara fram úr

Langar þig að eiga sumarhús erlendis? Sérfræðingar segja þessi lönd skara fram úr
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fjórir handteknir eftir að busavígsla fór úr böndunum – Beittu vatnspyndingum og hýddu bert skinn með belti

Fjórir handteknir eftir að busavígsla fór úr böndunum – Beittu vatnspyndingum og hýddu bert skinn með belti
Fréttir
Í gær

Þessi fengu úthlutað listamannalaunum fyrir næsta ár

Þessi fengu úthlutað listamannalaunum fyrir næsta ár
Fréttir
Í gær

Mótmæla harkalega frumvarpi Sigríðar um þrengingu hatursorðræðu – Stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum og stúlkum aukist

Mótmæla harkalega frumvarpi Sigríðar um þrengingu hatursorðræðu – Stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum og stúlkum aukist
Fréttir
Í gær

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin
Fréttir
Í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær