fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fréttir

Katrín svarar Kára

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 6. júlí 2020 16:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur svarað Kára Stefánssyni í færslu sem hún birti á Facebook. Kári tilkynnti í dag að Íslensk Erfðagreining myndi hætta allri skimun eftir Kórónaveirunni. Þá ásakaði hann Katrínu og Svandísi Svavarsdóttur um óvirðingu í garð Íslenskrar erfðagreiningar.

Í svari sínu segist Katrín þakklát fyrir framlag íslenskrar erfðagreiningar, auk þess sem að þau vonist eftir að geta leyst málið á einhvern hátt.

Svar Katrínar er eftirfarandi:

„Kæru vinir. Nokkur orð vegna opins bréfs Kára Stefánssonar.

Eins og kemur fram í bréfinu sem ég sendi Kára er augljóst að geta íslensks samfélags til að takast á við faraldra eins og covid-19 þarf að vera meiri en hún er nú. Þess vegna tók ég vel í erindi hans um að koma á laggirnar sérstakri faraldsfræðistofnun innan embættis landlæknis – þar sem byggð yrði upp þekking og reynsla til að takast á við faraldra framtíðar. Mér finnst þetta reyndar mjög góð hugmynd. Ennfremur að ákveðið hefði verið að ráða sérstakan verkefnastjóra til að vinna áfram slíkar hugmyndir, til að efla innviði heilbrigðiskerfisins til að takast á við faraldra með hliðsjón af tillögu Kára. Slíkur undirbúningur og framkvæmd tekur hins vegar alltaf ákveðinn tíma og ég lagði því til að þær tillögur myndu liggja fyrir eigi síðar en 15. september.

Kári Stefánsson segir í opnu bréfi sínu að sér finnist að þessi vinna verði að ganga hraðar fyrir sig. Ég get vel fallist á það sjónarmið og við munum gera okkar til þess að unnið verði eins hratt og örugglega framast er kostur. Að sjálfsögðu vonast ég til þess að í þessu mikilvæga verkefni munum við áfram geta leitað til starfsfólks ÍE vegna þeirrar þekkingar og reynslu sem þar er innandyra.

Framlag Íslenskrar erfðagreiningar í baráttunni við covid-19 er ómetanlegt. Það vitum við öll og það verður seint fullþakkað. Án aðstoðar fyrirtækisins hefði baráttan við faraldurinn orðið okkur miklu mun erfiðari og þungbærari. Vegna þess hversu miklu þessi samvinna heilbrigðisyfirvalda og ÍE skiptir fyrir almannaheill vonast ég til þess að við finnum lausn á þessu máli og getum haldið áfram því verkefni okkar að tryggja sem best heilbrigði þjóðarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leigði ferðamanni tjónaðan bíl og lét hann borga viðgerð

Leigði ferðamanni tjónaðan bíl og lét hann borga viðgerð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil