fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Fréttir

Nýr vírus sem gæti orðið að heimsfaraldri fannst í Kína

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 30. júní 2020 10:43

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn í Kína hafa fundið nýjan stofn af inflúensu sem hefur getu til að verða að heimsfaraldri. Frá þessu er sagt á vef BBC og RÚV. Inflúensan líkist svínaflensunni sem varð að heimsfaraldri árið 2009.

Inflúensan fannst í svínum en vísindamennirnir segja að hún geti valdið sýkingu í mönnum. Þeir hafa áhyggjur að inflúensan gæti stökkbreyst og að hún gæti dreifst auðveldlega mann frá manni og orðið að heimsfaraldri. Inflúensan hefur alla burði til að sýkja mannfólk en er ekki orðin að vandamáli. Þrátt fyrir það þarf að fylgjast vel með henni.

Verið er að skoða vírusinn, sem kallast A/H1N1pdm09, til að athuga hvort að bóluefni geti verndað mannfólk fyrir honum. Vírusinn getur vaxið og margfaldast í frumum í öndunarvegi mannfólks. Sýkingar hafa fundist í starfsfólki í sláturhúsum og í svínaiðnaðinum í Kína.

Kin-Chow Chang, kennari við Nottingham Háskóla í Bretlandi, segir að nú séu allir uppteknir af kórónavírus. „Við megum samt ekki missa sjónar á mögulegum hættulegum nýjum vírusum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box
Fréttir
Í gær

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar