fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Tveir létust á Kjalarnesvegi í árekstri bifhjóls og húsbíls

Tobba Marinósdóttir
Sunnudaginn 28. júní 2020 22:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir létust í árekstri bifhjóls og húsbíls á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, norðan Grundarhverfis, í dag samkvæmt tilynningu frá Lögreglu. Tilkynning um slysið barst klukkan rétt rúmlega þrjú í dag.

Ökumaður bifhjólsins og farþegi á því létust í slysinu, en ökutækin voru að koma úr gagnstæðri átt. Annað bifhjól kom aðvífandi þegar áreksturinn varð og missti ökumaður þess stjórn á hjólinu og féll af því. Hann var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar og er líðan hans eftir atvikum, segir enn fremur í tilkynningunni.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins en samkvæmt lögreglu er ekki grunur um hraðakstur. Nýlagt malbik er á veginum þar sem slysið átti sér stað og var það mjög hált í dag. Í samtali við mbl.is í dag sagði Ásgeir Þór Ásgeirs­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá Lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu að malbikið hefði verið eins og skautasvell en Vegagerðin hafði varað við hálu malbiki á svæðinu fyrr í dag.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK