fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Gert að rífa fjallaskála þrátt fyrir óvissu um eignarhald á landinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. júní 2020 08:00

Landsréttur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarna Skarphéðni Bjarnasyni, eiganda ferðaþjónustufyrirtækisins Íss og ævintýra, hefur verið gert að rífa fjallaskálann Jöklasel á Vatnajökli þrátt fyrir að vafi leiki á um eignarhald á landinu þar sem skálinn stendur.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Bjarni hafi gert út jöklaferðir frá skálanum síðustu tvo áratugi en striti nú við að rífa skálann og flytja brakið niður á láglendi. Þetta verður hann að gera samkvæmt dómi Landsréttar en að baki eru um fimm ára deilur og málarekstur við landeigendur á svæðinu.

„Þessi skáli var ekki byggður með það í huga að vera færður síðar. Það er alveg á hreinu.“

Hefur Fréttablaðið eftir Bjarna. Fram kemur að í miðjum deilum um leiguverð og leigusamning Bjarna við landeigandann hafi komið fram að verulegur vafi leiki á um eignarhald leigusalans á landinu sem skálinn stendur á.

„Þegar menn byggðu skálann árið 1991 og tóku landið á leigu var það af einhverjum ástæðum gert í gegnum prestinn á Kálfafellsstöðum.“

Er haft eftir Bjarna. Um 25 ára leigusamning var að ræða og var leigan 72 þúsund krónur á ári. Leigjendur höfðu síðan forleigurétt á lóðinni þegar leigutíminn rann út. Í millitíðinni keypti fyrirtæki Bjarna, Ís og ævintýri, skálann og leiguréttinn af upprunalegum leigjanda árið 2001. Á þeim tíma var ríkið eigandi jarðarinnar en þjóðkirkjan eignaðist hana árið 2014 vegna samnings við ríkið.

Þjóðkirkjan seldi jörðina og hefur Bjarni átt í deilum við kaupandann sem rekur sjálfur ferðaþjónustufyrirtæki. Vegna ákvæðis um forleigurétt bauð nýi landeigandinn Bjarna að framlengja samninginn um hluta landsins fyrir þrjár milljónir króna á ári. Bjarni vildi ekki taka því og endaði málið fyrir dómstólum.

Landsréttur dæmdi að Bjarni skyldi rífa skálann þrátt fyrir að óvissa hefði komið upp um hvort meintur landeigandi eigi jörðina í raun og veru. Líkur eru taldar á að landið tilheyri aðliggjandi jörð sem Bjarni á.

Landamerkjamál er nú rekið fyrir Héraðsdómi Austurlands en Landsréttur hafnaði beiðni um að bíða með úrlausn málsins þar til niðurstaða í landamerkjamálinu liggur fyrir. Bjarni er því að vinna að niðurrifi skálans í samræmi við dóm Landsréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum