fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Fólk í alelda húsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs – „Ég er að horfa á mann stökkva út um gluggann“

Tobba Marinósdóttir
Fimmtudaginn 25. júní 2020 15:32

Mikill eldur er á svæðinu. Myndir/Jón Þór Stefánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er hryllingur, ég er að horfa á mann stökkva út um gluggann,“ segir sjónarvottur sem DV ræddi við. Eld leggur út um glugga og verið er að reyna að brjóta aðra glugga til að ná fólki út. Minnst einn er slasaður og verið er að setja hann á börur.

Sjónarvotturinn er staddur fyrir utan húsið og segir ástandið vera vægast sagt ömurlegt. Húsið er í ljósum logum og mikinn reyk leggur frá því. Mikill viðbúnaðu er á staðnum. Sérsveitin hefur verið kölluð til en þar eru fjórir sjúkrabílar og tíu lögreglubílar.

Talið er að erlendir verkamenn búi í húsinu. Húsið sem umræðir hefur áður komist í fréttir en þar var starfræktur leikskóli um árabil en mikill styr stóð í kringum skólann í kjölfar ásakana um harðræði starfsmanna gegn börnunum. Í kjölfarið varð skólinn gjaldþrota og hefur húsið verið í útleigu síðan.

 

Uppfært 15:55

Þrír íbúar hússins hafa verið handteknir en þeir voru á hlaupum inn og út úr húsinu. Talið er að sprengihætta sé á svæðinu og er íbúum hverfisins sagt að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá húsinu. Fólk í nágrenninu er beðið um loka gluggum vegna reyks.

Fjórir hafa verið fluttir á slysadeild frá vettvangi brunans.

Uppfært kl. 16:33

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, er mættur á svæðið. Í samtali við blaðamann DV segir hann að þeir handteknu hafi verið teknir höndum því þeir fóru inn í brennandi húsið til að bjarga verðmætum.

„Þeir voru handteknir til að ná stjórn á vettvangi. Við urðum að grípa til þessara öryggisráðstafana,“ segir hann.

Hann segir að fólki hafi verið bjargað út um glugga með stiga og einhverjir hafi komist út sjálfir. Honum er ekki kunnugt um líðan þeirra sem eru á sjúkrahúsi.

Milligólf eru að gefa sig, auk stiga upp í ris.  Að sögn Jóns Viðars er því verkefnið nú að slökkva eldinn utan frá. Ekki er vitað um eldsupptök.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Í gær

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega