fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Skimun á Keflavíkurflugvelli: Frítt í fyrstu en svo 15 þúsund krónur

Heimir Hannesson
Föstudaginn 5. júní 2020 13:27

Skimun fer af stað á Keflavíkurflugvelli 15. júní

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skimun fyrir kórónuveirusmiti verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar á Keflavíkurflugvelli en mun svo kosta ferðamenn 15.000 krónur. Valkosturinn við þessa greiðslu er að sæta sóttkví í tvær vikur. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í dag og kom fram í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. „Gjaldið sem innheimt verður frá 1. júlí næstkomandi miðast við beinan kostnað ríkisins annan en stofnkostnað og er miðað við fyrirliggjandi kostnaðargreiningu sem fram kemur í skýrslu verkefnisstjórnar um sýnatöku fyrir COVID-19 á landamærum sem kynnt var í ríkisstjórn 26. maí síðastliðinn“ segir í tilkynningunni. Ráðuneytið telur rétt að sýnataka verði gjaldfrjáls á meðan verið væri að ýta úrræðinu úr vör og leysa úr mögulegum hnökrum.

Miklir hagsmunir eru undir og hafa andstæðar fylkingar tekist á um hvort rétt sé að opna landið á þessum tímapunkti. Takast þar á lýðheilsuleg sjónarmið þeirra sem vilja fresta opnun landsins alfarið og svo þeirra sem telja opnun landsins nauðsynlega efnahagslífi þjóðarinnar. Eins hafa margir spurt sig hvort rétt sé að ríkið standi alfarið undir kostnaðinum sem hlytist við skimun sem er forsenda þess að opna landið.

Með þessari tilkynningu heilbrigðisráðherra virðist lokaákvörðun tekin um opnun landsins þann 15. júní næstkomandi, eftir rétt rúmlega tvær vikur, og hvernig staðið verði að skimun. Nú þegar hafa sex flugfélög tilkynnt að þau muni fljúga til landsins frá 15. júní og Lufthansa hefur lýst áhuga sínum á að hefja flug til landsins strax í júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin