fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Nýjar vendingar í Benzin café-málinu – „Í agalegu frekjukasti ákveður hann að skalla bjórglasið sitt“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 2. júní 2020 15:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina greindi DV frá því að lögreglan hefði verið kölluð til á Benzin café, Grensásvegi. Heimildarmaður DV hélt því fram að blóð hefði verið út um allt og að líklega hefði verið um slagsmál að ræða.

„Hann var bara of drukkinn og var að angra annað fólk og þá vísar starfsmaður honum út af staðnum. Og í einhverju agalegu frekjukasti ákveður hann að skalla bjórglasið sitt.“

Þetta segir Geir Gunnarsson, eigandi staðarins í samtali við DV. Hann segir að sú saga eigi ekki við nein rök að styðjast og að í raun hafi ekki verið um slagsmál að ræða. Honum þykir leiðinlegt að atvik sem þessi veki neikvætt umtal um staðinn.

Sjá nánar „Blóð úti um allt“ – Lögregla og sjúkralið á Grensásvegi vegna slagsmála

Geir segir að einn einstaklingur hafi verið ofurölvi og vísið frá staðnum. Starfsmaður hafi komið manninum út, en þegar að þangað var komið hafi hann skallað glerglas sem að olli því að mikið blóð lak frá höfði hans.

„Það var einhver hálfviti sem var búinn að angra allan staðinn og þegar að hann fór út braut bjórglas á enninu á sér og þess vegna kom þetta blóð. Það voru engin slagsmál eða leiðindi eða neitt vesen.“

Lögreglan og sjúkralið mættu á svæðið í kjölfar atviksins, en samkvæmt heimildum DV var einn einstaklingur færður í burtu á börum.

Geir þykir leiðinlegt að atvik sem þessi veki neikvætt umtal um Benzin café sem hann segir vera til fyrirmyndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum