fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

Nýjar vendingar í Benzin café-málinu – „Í agalegu frekjukasti ákveður hann að skalla bjórglasið sitt“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 2. júní 2020 15:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina greindi DV frá því að lögreglan hefði verið kölluð til á Benzin café, Grensásvegi. Heimildarmaður DV hélt því fram að blóð hefði verið út um allt og að líklega hefði verið um slagsmál að ræða.

„Hann var bara of drukkinn og var að angra annað fólk og þá vísar starfsmaður honum út af staðnum. Og í einhverju agalegu frekjukasti ákveður hann að skalla bjórglasið sitt.“

Þetta segir Geir Gunnarsson, eigandi staðarins í samtali við DV. Hann segir að sú saga eigi ekki við nein rök að styðjast og að í raun hafi ekki verið um slagsmál að ræða. Honum þykir leiðinlegt að atvik sem þessi veki neikvætt umtal um staðinn.

Sjá nánar „Blóð úti um allt“ – Lögregla og sjúkralið á Grensásvegi vegna slagsmála

Geir segir að einn einstaklingur hafi verið ofurölvi og vísið frá staðnum. Starfsmaður hafi komið manninum út, en þegar að þangað var komið hafi hann skallað glerglas sem að olli því að mikið blóð lak frá höfði hans.

„Það var einhver hálfviti sem var búinn að angra allan staðinn og þegar að hann fór út braut bjórglas á enninu á sér og þess vegna kom þetta blóð. Það voru engin slagsmál eða leiðindi eða neitt vesen.“

Lögreglan og sjúkralið mættu á svæðið í kjölfar atviksins, en samkvæmt heimildum DV var einn einstaklingur færður í burtu á börum.

Geir þykir leiðinlegt að atvik sem þessi veki neikvætt umtal um Benzin café sem hann segir vera til fyrirmyndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“
Fréttir
Í gær

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð