fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Stór hópur ungmenna í vímuefnavanda féll í COVID-19 faraldrinum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. maí 2020 08:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldur kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 hefur haft margvísleg áhrif og meðal þeirra er að stór hópur ungmenna sem hafði hætt vímuefnaneyslu sneri aftur á verri braut í faraldrinum.

„Stór hópur ungmenna sem voru hætt í neyslu féll í COVIDfaraldrinum og er aftur kominn í neyslu. Þetta er mjög viðkvæmur hópur sem þolir illa að vera ekki í rútínu og fá ekki stuðning.“

Hefur Fréttablaðið eftir Berglindi Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Foreldrahússins, í umfjöllun um málið í dag.

Fram kemur að erfitt sé að henda reiður á hversu margir hafa snúið aftur í neyslu. Foreldrahúsið lokaði fyrir aðgang í mars og fóru viðtöl fram í gegnum fjarfundabúnað eftir það, allt þar til í byrjun maí þegar opnað var á nýjan leik. Síðan hefur verið mikil ásókn í úrræðið.

„Krakkar sem eru í neyslu láta ekki neinn faraldur trufla sig. Þetta er hópur sem var tæpur fyrir. Það var erfitt að halda þeim í skóla, þau máttu ekki við þessu. Þetta var eins og dyrnar hefðu galopnast inn í vitleysuna. Til þessa hefur tekist að halda þeim frá.“

Er haft eftir Berglindi. Um er að ræða börn og ungmenni frá 12 ára aldri og upp í rúmlega tvítugt.

„Tímabilið frá 18 til 22 ára er mjög erfiður aldur. Þau eru orðin lögráða og því eru ekki úrræði fyrir börn í boði. Þá halda þau gjarnan að það sé hægt að djamma út í hið óendanlega.“

Er haft eftir Berglindi sem sagði að oft hafi samskiptin á heimilinu ekki bætt úr skák, vandamál sem voru þar fyrir hafa aukist og ýtt börnunum frá heimilum sínum og þá hafi þau leitað í vímuefnaneyslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Í gær

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Í gær

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp