fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Tómasarlundur gróðursettur til heiðurs bassaleikara Íslands

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 23. maí 2020 09:15

Tómas Magnús Tómasson. Mynd: Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn ástsæli tónlistarmaður og einstaki bassaleikari, Tómas M. Tómasson, lést snemma árs 2018, langt fyrir aldur fram, eftir stutt en erfið veikindi. Tómas var kunnastur fyrir framgöngu sína með Stuðmönnum en hann var í framvarðasveit íslenskra dægurlagasveita allt frá því snemma á áttunda áratug síðustu aldar.

Vinir og velunnarar Tómasar gróðursetja nú Tómasarlund til heiðurs tónlistarmanninu ástsæla. „Vinir og velunnarar Tómasar hafa sameinast um verkefnið „Tómasarlund um land allt!“ Það felur í sér að rækta skóg og lund sína í senn. Fyrstu rætur alls þessa verða í jörð settar í dag, nálægt rótum Tómasar sjálfs, í Svarfaðardal við Eyjafjörð,“ segir í fréttatilkynningu frá félaga Tómasar, Jakobi Magnússyni.

Tómas hefði orðið 66 ára í dag og á þessum afmælisdegi hans verður fyrsti Tómasarlundurinn gróðursettur, í Svarfaðardal í Eyjafirði. Jakob segir ennfremur:

„Á næstunni mun fólk taka að rækta  Tómasarlund um land allt – láta skógrækt samtvinnast geðrækt í öllum landshornum, í samvinnu Græna hersins, Skógræktarfélags Íslands, skógræktarfélaga landsfjórðunganna, Upplifðu Ísland-hópsins og ótalinna vina og velunnara Tómasar M. Tómassonar, um leið og við minnumst einstaks lundarfars hans og geðprýði. Hvert jarðsett tré verði okkur hvatning til að gerast betri:

Betri þegnar, betri hvert við annað, betri við landið okkar og betri í því sem við tökum okkur fyrir hendur – og það með glöðu geði.

Frá og með deginum í dag tökum við höndum saman um að rækta Tómasaralund um land allt í minningu hins einstaka öðlings og fjölhæfa merkismanns sem Tómas Magnús Tómasson var. Hann hefði orðið 66 ára í dag.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma