fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Telur líklegt að Icelandair geti samið við flugliða utan Flugfreyjufélags Íslands

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 23. maí 2020 12:53

Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta forgangsréttarákvæði er í samningunum þeirra en núna eru samningarnir sem slíkir útrunnir. Spurningin er hvort menn ætli að láta þetta forgangsréttarákvæði vera í inni í nýjum samningum og síðan hafa komið fram efasemdir um að það haldi, því félagafrelsi er almenna reglan í samningum. Ef við segjum að 100 aðilar myndu vilja semja við Icelandair en vildu ekki ganga í Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) þá hugsa ég að dómur um slíkt yrði ekki FFÍ í hag,“ segir Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair, en DV leitaði til hans til að taka aðeins stöðuna í málum félagsins núna.

Jón Karl telur að ákvæði um félagafrelsi í lögum trompi ákvæði í einstaka samningum um forgang að störfum tiltekins fyrirtækis. „Þetta er í það minnsta mjög áhugaverð spurning,“ segir Jón Karl. Hann segist jafnframt skilja þá erfiðu stöðu sem verkalýðshreyfingin er í vegna þessa máls, sem og fjárfestarnir sem sumir tengjast verkalýðshreyfingunni í gegnum lífeyrissjóði hennar:

„Þetta er skrýtin staða hjá fjárfestum, að vera annars vegar meira og minna lífeyrissjóðir sem tengjast verkalýðshreyfingunni, sem aftur gerir kröfuna [um forganginn, innsk.DV],“ segir Jón Karl.

Framleiðni vandamálið hjá flugliðum

Hlutfjáraukning Icelandair hefur nú verið samþykkt en félagið stefnir að því að safna 29 milljarða hlutafé sem reikna má með að sé það sem til þurfi til að forða félaginu frá gjaldþroti. Hlutafjárútboðið fer fram dagana 29. júní til 2. júlí næstkomandi.

Aðspurður hvort hlutfjáraukningin standi og falli með því hvort samningar og þá nógu hagstæðir samningar náist við flugliða fyrir þann tíma, segist Jón ekki vera viss um það:

„Ég held að þegar á hólminn er komið þá muni það vega þungt að vera búin að ná samningum við tvær af stærstu flugstéttunum,“ segir Jón og á þar við flugvirkja og flugmenn en báðar stéttirnar hafa tekið á sig kjararýrnun og gert langtímasamning sem hefur verið samþykktur. Jón segir að vissulega séu flugliðarnir fjölmennir og þeir séu líka á lægri launum, en „það er framleiðnin sem skiptir máli, ekki bara launatalan, þú þarft mjög margar flugfreyjur og það er framleiðnin sem hefur verið vandamál frekar en launtalan sem slík.“

Play með sífelldar yfirlýsingar í blöðum

Varðandi þann möguleika að Icelandair fari í þrot og aðrir aðilar taki við hlutverki þess, þá telur Jón það vera verri kost en að Icelandair haldi velli:

„Varðandi Play þá ætla ég að bíða eftir því að sjá eitthvað meira en bara yfirlýsingar í blöðum, þeir eru búnir að lýsa því mjög oft yfir að þeir séu að byrja í næstu viku. „En [varðandi aðra kosti, innsk. DV] þá snýst þetta um hvernig við ætlum að vera tilbúin þegar allt fer í gang aftur. Ég tel að við verðum betur tilbúin með félag sem er í starfi og klárt og verður reiðubúið að hefjast handa um leið og allt opnast, heldur en að bíða eftir því að einhver fari að fjárfesta í nýju félagi. Erlend flugfélög gætu líka komið inn en það verður ekki forgangsmál hjá þeim að fljúga til Íslands. Þetta eru ástæðurnar fyrir því að manni finnst líklega þjóðhagslega hagkvæmara að reyna að bjarga þessu, fremur en að treysta á það að einhverjir aðrir komi í staðinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla