fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Flugfreyjur hafna lokatilboði Icelandair – „Því miður verður ekki lengra komist“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 20. maí 2020 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icelandair lagði í fyrradag fram nýtt tilboð að kjarasamningi til Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ). Til stóð að funda hjá Ríkissáttasemjara seinnipartinn í gær en að ósk samninganefndar FFÍ var fundi frestað til hálf níu í morgun. Eftir að FFÍ lagði fram tillögur sem ræddar voru í morgun ítrekaði Icelandair lokatilboð sitt sem tók mið af þeirri umræðu sem fór fram, að því marki sem félagið treysti sér til. Í kjölfarið hafnaði samninganefnd FFÍ tilboði Icelandair.

Að mati Icelandair eru tillögur FFÍ þess eðlis að samningurinn fari í kjölfarið langt frá þeim markmiðum sem sett voru í kjaraviðræðum félagsins við stéttarfélög flugstétta, en Icelandair hefur þegar gert langtímasamninga við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Flugvirkjafélag Íslands (FVFÍ). Þeir samningar kveða í meginatriðum á um sveigjanleika og viðbót við vinnuskyldu og styðja þar með við markmið Icelandair Group um að auka samkeppnishæfni félagsins á alþjóðamarkaði en á sama tíma verja ráðstöfunartekjur starfsfólks og tryggja því gott starfsumhverfi.

Tilboðið sem samninganefnd FFÍ hafnaði innihélt eftirgjafir frá fyrra tilboði Icelandair sem áttu að koma til móts við þau sjónarmið félagsmanna sem upp komu eftir síðasta tilboð Icelandair. Tilboðið fól meðal annars í sér hækkun allra grunnlauna, með sérstakri áherslu á lægstu laun, val um starfshlutfall, að flugstundahámörk innan mánaðar væru færð niður, auk þess sem skorður voru settar um hámarksfjölda lausráðinna flugfreyja og flugþjóna.

Viðræður við FFÍ hafa staðið yfir um nokkurra vikna skeið. Áður höfðu samninganefndir Icelandair og FFÍ átt í viðræðum í um 16 mánuði án þess að niðurstaða fengist í kjaramál flugfreyja og flugþjóna. Að öllu óbreyttu verður ekki lengra komist í viðræðum við FFÍ.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair segir: „Það eru mikil vonbrigði að Flugfreyjufélag Íslands hafi hafnað tilboði okkar. Þetta var okkar lokatilboð og byggir það á sama grunni og þeir samningar sem gerðir hafa verið við stéttarfélög flugmanna og flugvirkja. Í tilboðinu eru fólgnar grunnlaunahækkanir, aukinn sveigjanleiki varðandi vinnutíma en á sama tíma tryggir það samkeppnishæfni og sveigjanleika Icelandair. Því miður verður ekki lengra komist í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og þurfum við nú að skoða aðrar leiðir. Við ætlum okkur að koma félaginu í gegnum þær krefjandi aðstæður sem nú ríkja og styrkja rekstur þess til framtíðar.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum