fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Það kostar svona mikið að ferðast á Íslandi í sumar – Er þetta lægsta verðið?

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 11. maí 2020 19:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarnar vikur hafa umræður um ferðasumarið verið áberandi í þjóðfélaginu, enda er sterklega búist við því að Íslendingar muni ferðast meira innlendis en vanalega.

Eflaust eru margir að hugsa um það hvernig sé ódýrast að ferðast, og mögulega er komið gott svar við þeirri spurningu.

Í Facebook-hópnum Landið mitt Ísland hefur mikið af slíkum umræðum farið fram, auk þess sem fyrirtæki hafa auglýst þjónustu sína. Í nýlegri færslu í hópnum greinir kona frá ferðalagi sem hún hefur skipulagt. Þar kemur fram að fimm daga ferð hringinn í kringum landið fyrir tvo kosti 46500 krónur, en henni finnst það mjög gott verð.

„Allt uppábúin rúm og morgunmatur innifalinn einn morgun. Mér finnst þetta mjög sanngjarnt og get alls ekki tekið undir okur og leiðindaumræðu. Hlakka mikið til að ferðast um fallega landið okkar í sumar.“

Umrætt ferðalag mun fara fram í júní, en gistingin verður á nokkrum stöðum víðs vegar um landið. Stormur cottages við Egilsstaði, Hótel Hamar við Breiðdalsvík, Dynjandi gistiheimili við Höfn og seinast en ekki síst Vík cottages.

Færslan hefur vakið mikla athygli, en fjöldi fólks hefur tjáð sig í ummælakerfi hennar. Þar segir fólk að þetta verð sé talsvert lægra en það hafði grunað, en einn heldur því fram að um sé að ræða um það bil 10 ára gamalt verð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Í gær

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn