fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Stefán Gíslason grunaður um morð í Bandaríkjunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. apríl 2020 13:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og átta ára gamall Íslendingur, Stefán Gíslason, hefur verið handtekinn, grunaður morð í Flórída í Bandaríkjunum.

Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu íslenskra fjölmiðla.

Fréttablaðíð greinir einnig frá og styðst við frétt ABC News.

Stefán er grunaður um að hafa myrt mann að nafni Dillon Shanks, sem var 32 ára. Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins á Stefán ís­lenskan föður og banda­ríska móður. Hann var kornabarn er hann fluttist með foreldrum sínum til Flórída og hefur búið þar alla ævi.

Lík mannsins fannst í heimahúsi á mánudagsmorgun og voru skotsár á því.

Stefán er sagður hafa hringt í lögregluna og tjáð henni að Dillon Shanks hefði framið sjálfsmorð. Vegna vitnisburðar tveggja aðila telur lögreglan hins vegar að svo hafi ekki verið.

Ekki hefur verið leitað til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna málsins.

Frétt Fréttablaðsins

Frétt ABS News

Sjá ítarlegri frétt DV um málið og Stefán Gíslason

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur