fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

Anna Aurora segist algjörlega saklaus og það sé verið að koma á hana sök

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 11. apríl 2020 15:05

Skjáskot af Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég lýsi algjörlega yfir sakleysi mínu. Það er bara verið að reyna koma á mig einhverri sök og drulla yfir mig,“ segir Anna Aurora Waage Óskarsdóttir  í viðtali við vef Mannlífs.

Anna var handtekin í gær grunuð um að hafa villt á sér heimildir til að starfa réttindalaus sem sjúkraliði í bakvarðasveit Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, auk þess sem hún var sökuð um lyfjastuld.

Anna segist ekkert hafa að fela og hún hafi sýnt fulla samvinnu. Við húsleit lögreglunnar hjá henni hafi ekkert fundist.

Anna segir enn fremur við Mannlíf:

„Ég sagði allan tímann frá því að ég væri með erlent próf en ekki íslenskt, sem ætti eftir að meta. Úti er þetta sem sjúkraliðapróf og síðan er ég líka með annað próf sem er ígildi háskólagráðu. Ég tilkynnti það strax á minni umsókn að ég væri með erlend próf og það voru allir meðvitaðir um það enda tilkynnti ég það líka strax við komuna vestur. Það gerði ég um leið og ég mætti og það stóð á öllum plöggum. Það var allt uppi á borðum frá upphafi, ég var alls ekkert að reyna að falsa neitt.“

Á upplýsingafundi um COVID-19 í dag áréttaði Alma Möller landlæknir að Anna hefði ekki starfsleyfi sem sjúkraliði og hún hefði ekki sótt um slíkt leyfi hjá embættinu.

Einnig kemur fram í viðtalinu að Anna ætlar að stefna Gylfa Ólafssyni forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og lögreglustjóranum á Vestfjörðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum
Fréttir
Í gær

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gufunesmálið: Matthías neitar sök en harmar að hafa dregist inn í atburðarásina – Biður fjölskyldu Hjörleifs afsökunar

Gufunesmálið: Matthías neitar sök en harmar að hafa dregist inn í atburðarásina – Biður fjölskyldu Hjörleifs afsökunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“