fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Páll fer í hart við fjölmiðil í Eyjum og samfélagið snýst með – „Ötlarðu að gera allt vitlaust?“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 10. apríl 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef manni misbýður eitthvað er það ákveðin tegund af meðvirkni að láta eins og ekkert sé – og segja ekki skoðun sína. Maður verður þá líka á vissan hátt samábyrgur með því sem manni mislíkar. Það vil ég helst ekki og skrifaði ritstjóra Eyjafrétta því póstinn sem er hérna fyrir neðan.“

Þetta segir Páll Magnússon, þingmaður og fyrrum útvarpsstjóri, í opnu bréfi á Facebook-síðu sinni, sem er stílað á ritstjóra fjölmiðilsins Eyjafrétta, Sindra Ólafsson. Páll er uppalinn Í Vestmannaeyjum og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hann hefur því skoðanir á gengi mála, en Eyjafréttir eru eins og nafnið gefur til kynna, fjölmiðill sem sérhæfir sig í fréttum um Vestmannaeyjar.

Páli segist vera misboðið vegna þess að Eyjafréttir hafi ekki birt pistil bæjarstjóra Vestmannaeyja, Írisar Róbertsdóttur. Pistillinn var einskonar hvatning til eyjamanna á erfiðum tímum sem birtist á þónokkrum fjölmiðlum, en ekki Eyjafréttum. Íris er í H-lista bæjarstjórnarinnar, sem klofnaði úr Sjálfstæðisflokknum fyrir seinustu kosningar.

„Þitt mat sem ritstjóra var að þessar upplýsingar og þessi hvatning til Eyjamanna á óvissutímum ættu ekkert erindi inn í þinn miðil. Af þessu þykir mér ljóst að persónuleg óvild þín í garð bæjarstjórans hefur ráðið för og vegið þyngra en eðlileg grundvallarsjónarmið í ritstjórn. Og það sem verra er: óvildin vegur þá líka þyngra en upplýsingaskylda miðilsins við bæjarbúa í Vestmannaeyjum – og almenn samfélagsleg ábyrgð.

Það hefur verið aðall okkar Eyjamanna að þegar á móti blæs – og að samfélaginu steðjar einhver utanaðkomandi ógn – þá stöndum við saman. Sagan geymir mörg dæmi um þetta. Nú skora ég á þig að víkja þessari persónulegu óvild til hliðar – a.m.k. meðan á þessum erfiðleikum stendur – og láta skyldur og ábyrgð miðilsins við Eyjamenn ráða för.“

Páll segir að persónuleg óvild Sindra á Írisi borgarstjóra hafi mikil áhrif á ritstjórnarstefnu blaðsins. Páll leggur til að Sindri leggi þessa meintu óvild til hliðar, allavega á meðan að ástandið í samfélaginu sé slæmt.

Í lok pistilsins segist Páll vera búinn að segja áskrift sinni af blaðinu upp og vonast til að Sindri taki áskorun sinni

„Þér er frjálst að haga þinni ritstjórnarstefnu eins og þú vilt en mér er jafn frjálst að ákveða hvort sú stefna eigi eitthvað erindi við mig. Það á hún ekki að svo komnu máli – og því segi ég hér með upp áskriftinni.

Ég vona að að þú verðir við þessari áskorun minni og þá get ég endurnýjað langa og góða samfylgd með Eyjafréttum.“

Bréf Páls fékk misgóðar undirtektir hjá Eyjamönnum, sumir sammála, aðrir ekki, sumir komnir með nóg af erjum, aðrir skemmta sér yfir þeim. Hér að neðan má lesa ummæli sem fólk lét falla fyrir neðan frétt Páls.

„Það hefði nú verið munur að geta sagt upp RÚV þegar að Veðurfréttirnar voru manni ekki að skapi!“

„Ötlarðu að gera allt vitlaust í Eyjum núna Palli?“

„Hatur þitt á sér engin takmörk.“

„Gott að oddviti Sjálfstæðismanna á suðurlandi finni þörf hjá sér á einum mestu óvissutímum í atvinnulífinu, þegar einmitt gott samstarf hefur einkennt bæjarpólitíkina eins og allir geti vitnað um, að ráðast gegn rótgrónum einkareknum frjálsum fjölmiðli… og hefur svo ekki manndóm í sér að svara í síma. Gott að vita hver eru forgangsmál hjá þér á þessum tímum.“

„Ömurlega sjálfhverfur status.“

„Vel gert Páll Magnússon, það er ekki sama hver segir hvað. Ánægð með þig. þetta er Eyjafréttum ekki til framdráttar. Og hana nú.“

„Ekki það að þetta sé stærsta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir hér í Eyjum eða á þingi. Það er ýmislegt umhugsunarvert í þessum pistli og væntanlega er það pínu þannig að þegar við lesum þetta og tökum afstöðu, skiptir miklu máli hvar við stöndum í pólitík.“

„Mikið óskaplega er dapurt að við séum að rífast um þessa hluti og tengja þetta pólitík, ekki stórt samfélag blessaðar eyjarnar, en viti menn áfram skal haldið, kosningum lókið og menn taka ekki saman í árarnar, dapurt fyrir allan peninginn.“

„Nú eru sennilega 70% bæjarbúa að refresh-a þessa færslu Palli, og fáir sem þora að setja læk. Þetta reddar kvöldinu hjá mörgum Djöfull er þetta D og d rifrildi að verða þreytt Þetta er eins og 2 sjálfstæðismenn í sandkassa að metast hvor geti étið meiri sand. Bæjarpólitíkin virðist ganga bærilega óháð flokkum, en litla og stóra D rífast endalaust eins og verstu gelgjur.“

UPPFÆRT

Vísir fjallaði um málið og þar komu fram viðbrögð Sindra við skrifum Páls sem voru eftirfarandi.

„Það að oddviti í kjördæminu finni sig knúinn til að tjá sig um það að héraðsmiðill hafi ekki pikkað upp Facebook-status, við erum bara einn og hálfur starfsmaður og það er ekkert hægt að sjá allt á litlum miðli,“ segir Sindri í samtali við Vísi um málið.

„Ég er bara ofboðslega hissa, þetta er bara ómaklegt og kjánalegt og ofboðslega sérstök árás á sérstökum tímum á lítinn fjölmiðil.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“