fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Fréttir

Jón Gunnlaugur tekur við Víkingi, Andri Berg aðstoðar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. mars 2020 15:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Handknattleiksdeild Víkings hefur samið við Jón Gunnlaug Viggósson um að taka að sér aðalþjálfun meistaraflokks karla til ársins 2023 og ráðið Andra Berg Haraldsson sem aðstoðarþjálfara. Í þjálfarateyminu verður einnig Guðjón Örn Ingólfsson styrktarþjálfari.

Jón Gunnlaugur mun taka við af Gunnari Gunnarssyni sem þjálfað hefur liðið undanfarin 5 ár.

Gulli, sem er íþróttafræðingur að mennt, lauk Master Coach þjálfaragráðu frá Handknattleikssambandi Evrópu 2018 en hún er æðsta þjálfaragráða sem hægt er að hljóta. Auk þess útskrifaðist Gulli í febrúar síðastliðnum með meistaragráðu í þjálfun í gegnum Handknattleikssamband Evrópu og spænska háskólans á Las Palmas.  Gulli kom öflugur inn í handknattleiksstarf Víkings á síðasta ári þegar hann tók við sem þjálfari 3. flokks karla og sem yfirþjálfari yngri flokka Víkings.

Það rennur þykkt Víkingsblóð um æðar Gulla, en hann er sonur landsliðsmannsins Viggós Sigurðssonar sem lék á árum áður með Víking, Barcelona og Bayer Leverkusen auk þess að þjálfa í Þýskalandi og Íslandi.  Sigurður Jónsson afi Gulla lék einnig handbolta með Víking og var formaður HSÍ um árabil. Hann stofnaði ásamt konu sinni Rakel Margréti Viggósdóttur minningarsjóð sonar síns Jóns Gunnlaugs Sigurðssonar, en sá minningarsjóður var upphaf framkvæmda við byggingu Víkinnar. Þannig að Gulli er á heimavelli með Víking.

Eftir undirritun hafði Gulli eftirfarandi að segja :

Öflug stjórn bæði hjá meistaraflokki og Barna- og unglingaráði ásamt öflugum kjarna af leikmönnum sem eru að koma upp og sem fyrir eru hjá liðinu er góð uppskrift. Ég þori að fullyrða að Handknattleiksdeildin hafi sjaldan verið á jafn góðum stað og hún er núna og því heiður að taka við starfinu hjá uppeldisfélaginu mínu og byggja ofan á það góða starf sem Gunni hefur stýrt undanfarin ár.

Andri Berg Haraldsson aðstoðarþjálfari hefur marga fjöruna sopið í handboltanum enda reynslumikill leikmaður. Hann lék meðal annars með FH, Fram og Víking á sínum ferli og tekur nú að sér sitt fyrsta þjálfarastarf eftir að hafa leikið um árabil sem leikmaður í hæsta gæðaflokki.

Andri Berg er viðskiptafræðingur að mennt en hann lék með meistaraflokki Víkings 2003-2005.

Andri Berg sagði eftir undirritun samnings:

Víkingur er rótgróið félag með sterka sögu. Það er töluvert síðan Víkingur telfdi fram meistaraflokksliði í hæsta gæðaflokki og mun ég leggja mitt af mörkum að láta það verða að veruleika aftur. Víkingur er með öfluga stjórn og sterkt barna- og unglingaráð og má með sanni segja að bjartir tímar séu framundan í Víkinni.“

Guðjón Örn Ingólfsson hjá Toppþjálfun hefur verið ráðinn styrktarþjálfari meistaraflokkanna í handknattleik en Guðjón hefur undanfarið séð um styrktarþjálfun fyrir knattspyrnudeild Víkings með góðum árangri en hann hefur sannað sig sem einn færasti styrktarþjálfari landsins.

Handknattleiksdeild Víkings lýsir yfir mikilli ánægju að geta tilkynnt jafn öflugt þjálfarateymi og raun ber vitni og hlakkar til komandi samstarfs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að þurfi breytt viðhorf í málefnum fanga – „Við erum til dæmis með lögreglustjóra á Suðurnesjunum sem býr til endalaus mál á fólk“

Segir að þurfi breytt viðhorf í málefnum fanga – „Við erum til dæmis með lögreglustjóra á Suðurnesjunum sem býr til endalaus mál á fólk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa áhyggjur af fjölda sjálfsvíga eftir laser aðgerðir á augum – Ekki 100 prósent öruggt

Hafa áhyggjur af fjölda sjálfsvíga eftir laser aðgerðir á augum – Ekki 100 prósent öruggt