fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Ekið á mann í Grafarvogi – Sá slasaði fór sjálfur á Læknavaktina

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. mars 2020 07:42

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð var um skráningar í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Tilkynnt var um þjófnað úr matvöruverslun við Fiskislóð og þeir grunuðu stöðvaðir er þeir yfirgáfu verslunina með varning sem þeir greiddu ekki fyrir.

Rétt fyrir klukkan 18 var tilkynnt um þjófnað á vesku úr yfirhöfn starfsmanns í fyrirtæki í Árbæ. Yfirhöfnin hafði verið í kaffistofu í veskinu var greiðslukort, ökuskírteini og reiðufé.

Laust eftir níu í gærkvöldi var tilkynnt um slys á Víkurvegi í Grafarvogi. Ekið var á mann sem kom sér sjálfur á Læknavaktina, með verki í olnboga en óbrotinn þó. Hann var úti að hlaupa er óhappið varð og ökumaðurinn segist ekki hafa séð manninn.

Um hálf ellefu í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað á farsíma á veitingastað við Laugaveg í Reykjavík. Kona sem grunuð er um þjófnaðinn er einnig grunuð um fjársvik þar sem hún yfirgaf staðinn án þess að greiða fyrir veitingar sem hún hafði fengið.

Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var ökumaður stöðvaður í Árbæ grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Um hálf fjögur í nótt var ökumaður stöðvaður í miðbæ Reykjavíkur. Hann reyndist aðeins vera sextán ára og því án ökuréttinda. Tveir farþegar voru í bílnum, en þeir voru einnig sextán ára. Málið var tilkynnt til Barnaverndar og afgreitt með foreldrum barnanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Í gær

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys
Fréttir
Í gær

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld