fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Kókaínskortur á landinu vegna COVID-19

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. mars 2020 08:01

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

COVID-19 faraldurinn hefur margvísleg áhrif á samfélagið. Ein af hliðarverkunum þess að farþegaflutningar til landsins hafa nær stöðvast er að kókaín er að sögn nær uppurið. Það sama á við um morfínskyld lyf sem eru flutt ólöglega til landsins.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Hefur blaðið eftir heimildamönnum að nær allar birgðir séu búnar hjá helstu birgjum. Stórkaupmenn, sem koma yfirleitt nokkur hundruð grömm í einu af innflytjendum og selji síðan í smásölu, eru sagðir koma að lokuðum dyrum þar sem þeir leita fyrir sér.

„Það er búið að grafa allar holur og það er allt búið.“

Hefur blaðið eftir einum viðmælanda.

Þeir birgjar sem enn eiga eitthvað af efninu eru sagðir vera í biðstöðu og vonast til að verðið hækki. Einnig hafa efni, sem eru lakari að gæðum, selst upp en lítið gekk að selja þau áður en landið lokaðist nær.

Ekki er eins áberandi skortur á amfetamíni og má kannski rekja það til að efnið hefur verið framleitt hér á landi að einhverju marki undanfarin ár.

Enginn skortur er á kannabisefnum en sáralítill innflutningur hefur verið á þeim á undanförnum árum því ræktun hér á landi annar eftirspurninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri