fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Áslaug Arna gagnrýnd harðlega fyrir áfengisáróður: „Í þessum hörmulega faraldri hefur dómsmálaráðherra þetta til málanna að leggja“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 26. mars 2020 10:05

Mynd Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ummæli sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lét falla á Twitter í gærkvöld hafa vakið hörð viðbrögð. Þar segir hún að ástandið í samfélaginu núna í COVID-faraldrinum sýni brýna þörf fyrir netverslun með áfengi. Stundin greindi frá þessu í gærkvöld.

Ummæli Áslaugar voru orðrétt þessi: „Ef einhverntíman væri þörf fyrir löglega netverslun með áfengi“ en þar brást hún við ummælum Kristínar Soffíu sem sagði: „Ég þekki fólk, sem þekkir fólk, sem sendir manni léttvín heim.“

Í samráðsgátt stjórnvalda hafa verið kynnt áform dómsmálaráðherra um að leggja fram frumvarp til breytinga á áfengislögum, sem feli meðal annars í sér að innlend vefverslun með áfengi verði heimil til neytenda í smásölu. Umsagnarferli málsins er lokið en umsagnirnar hafa verið mjög misjafnar og greinir aðila á um gagnsemi frumvarpsins.

Í samráðsgáttinni segir svo um áformin:

„Áformað er að leggja fram frumvarp til breytinga á áfengislögum sem felur m.a. í sér tvær undanþágur á einokun ÁTVR á smásölu áfengis. Annars vegar til þess að heimila innlenda vefverslun með áfengi til neytenda í smásölu og hins vegar heimila framleiðendum áfengis að selja áfengi til neytenda með ákveðnum takmörkunum.“

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum birtu eftirfarandi ummæli á Facebook-síðu sinni í gærkvöld:

Samfélagið er á öðrum endanum vegna Covid 19 veirunnar. Í þessum hörmulega faraldri hefur dómsmálráðherra þetta til málanna að leggja 

Áfengisauglýsingar, smásala allra sem vettlingi geta valdið og heimsendingarþjónusta áfengis forgangsmál? Sorglegt

Áfengisauglýsingar og breytt sölufyrirkomulag áfengis? NEI TAKK –
Sýnum hug okkar í verki og deilum þessu innleggi sem víðast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast