fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Sonur konunnar sem lést úr COVID skrifar hjartnæma kveðju til móður sinnar – Með mikilvæg skilaboð til þjóðarinnar

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 24. mars 2020 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kona lést af völdum COVID-19 í gær. Var hún fyrsti Íslendingurinn sem lætur lífið af völdum veirunnar sem hefur herjað á heiminn undanfarnar vikur. Sonur konunnar birti í morgun færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann kvaddi móður sína.

„Hún barðist í heila viku fyr­ir lífi sínu“

„Sjálfsagt er flest­um að verða ljóst að litla landið okk­ar hef­ur þurft að þola sitt fyrsta dauðsfall af völd­um Covid 19 veirunn­ar, þó dauðsfall í fjöl­skyld­unni sé mikið einka­mál fyr­ir flesta þá lang­ar mig að sem flest okk­ar læri eitt­hvað af þessu,“ segir í færslu sonarins sem Stundin birti. „Þetta er mamma mín, hún barðist í heila viku fyr­ir lífi sínu smituð af Covid-19 veirunni, hún var í áhættu­flokki eins og mjög marg­ir aðrir.“

Landspítalinn tilkynnti andlátið í morgun með tilkynningu. „Mánudaginn 23. mars 2020 lést á smitsjúkdómadeild Landspítala liðlega sjötug kona, sem glímt hafði við langvarandi veikindi. Andlátið varð í kjölfar veikinda konunnar af völdum Covid-19-sjúkdómsins. Landspítali vottar fjölskyldu hennar samúð,“ sagði í tilkynningunni.

„Það er kom­inn tími til að þessi þjóð taki þessu al­var­lega og hætti að haga sér eins og hálf­vit­ar“

Sonur konunnar þurfti að kveðja móður sína í gegnum síma vegna smithættu. „Þrír úr minni fjöl­skyldu höfðu tæki­færi til að kveðja hana fyr­ir enda­lok­in. Tveir þeirra vegna þess að þeir eru smitaðir af veirunni og ein sem lagði sig í mikla smit­hættu, ég hefði al­veg þegið að fá að horfa í augu henn­ar og segja bless en vegna aðstæðna var það ekki hægt. Í staðinn fæ ég að minn­ast henn­ar eins og ég sá hana síðast og fékk að kveðja hana í gegn­um sím­ann og ekka­sog.“

Hann botnar færsluna með því að senda landsmönnum mikilvæg skilaboð. „Það er al­veg kom­inn tími til að þessi þjóð og þegn­ar henn­ar taki þessu al­var­lega og hætti að haga sér eins og hálf­vit­ar“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum