fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Þetta er Hlynur á steypubílnum – Þrítugsafmælið fór úr böndunum – Harmsaga ungra hjóna – „Ég vona að ég fái manninn minn aftur“

Ágúst Borgþór Sverrisson, Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 23. mars 2020 16:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Borgþór Sverrisson og Hjálmar Friðriksson skrifa:

Maður sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að aðild að eldsvoða á skemmtistaðnum Pablo Discobar í Veltustundi 1 í síðustu viku og þar áður talinn hafa stolið steypubíl af byggingarsvæði í miðbænum og ekið á ofsahraða á móti umferð eftir Sæbraut á flótta undan lögreglu heitir Hlynur Geir Sigurðarson og er nýlega orðinn þrítugur. Þjófnaðurinn á steypubílnum átti sér stað í kjölfar þrítugsafmælis mannsins.

Hér liggur harmsaga að baki sem áður var falleg ástarsaga. DV náði sambandi við eiginkonu Hlyns en þau áttu tveggja og hálfs árs edrútíma saman áður en Hlynur fór í neyslu aftur fyrir nokkrum vikum. Eiginkona hans féll í kjölfarið líka. Þau eiga stúlkubarn á öðru ári.

Hlynur hvarf af heimili sínu er hann féll í neyslu aftur og hafði ekki samband við eiginkonu sína, að hennar sögn. Hún hafði leitað að honum í þrjár vikur þegar atvikið með steypubílinn varð. Í millitíðinni milli þess atviks og brunans í Veltusundi hafði hún upp á honum í miðbænum. Þar skýrði Hlynur henni frá því að hann hefði stolið steypubíl til að fara til hennar er hann frétti að hún hefði tekið of stóran skammt af fíkniefnum. Konan áttaði sig ekki fyrst á því hvað þarna bjó að baki: „Ég hélt bara að hann væri í einhverju geðrofi að tala um steypubíl en svo sá ég þetta í fréttunum,“ segir hún.

Að sögn eiginkonunnar hafði Hlynur verið edrú í 18 mánuði þegar þau kynntust og við tók góður edrútími í viðbót, tvö og hálft ár. Þau giftust og eignuðust barn. Nú óskar eiginkonan þess heitast að þau geti sameinast á ný og orðið edrú hjón og foreldrar aftur saman.

„Ég vona að ég fái manninn minn aftur,“ segir hún og vonast til að gæsluvarðhaldið verði til góðs en Hlynur var úrskurðaður í mánaðarlangt gæsluvarðhald og vonast eiginkonan til að hann verði ekki í neyslu þann tíma.

Lögregla gat ekki gefið upplýsingar um rannsókn málsins aðrar en þær að beðið væri gagna frá tæknideild um brunann. Steypubílsmálið virðist hins vegar vera upplýst.

Þriggja ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás

Hlynur Geir á að baki nokkurn sakaferil en alvarlegasta afbrotið hingað til var vafalaust þegar hann stakk mann um tvítugt fjórum sinnum árið 2012 á Ólafsfirði. Fyrir það hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm árið 2014. Í umfjöllun um málið frá þeim tíma var greint frá því að atvikið hefði átt sér stað í heimahúsi við Aðalgötu.

Hlynur er sagður hafa stungið manninn, samkvæmt frétt Vísis, í „vinstri öxl, ofarlega hægra megin í brjóstkassa, við hægri mjaðmarspaða og neðarlega í hægri síðu. Smaug hnífurinn í gegnum kviðvegg og inn í lifur.“ Maðurinn var við dauðans dyr en skjót viðbrögð urðu til þess að hann var ekki talinn í lífshættu þegar hann komst undir læknishendur á Akureyri.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð