fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Sektir eða fangelsi fyrir að virða ekki sóttkví

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. mars 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sektir eða fangelsisdómar geta legið við að brjóta vísvitandi gegn sóttkví og stofna þannig almannaheill í hættu. Einnig getur sóttvarnalæknir fengið lögregluna til að vista ósamvinnuþýða í einangrun gegn vilja þeirra.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Jóni Þór Ólasyni, lögmanni og lektor við lagadeild Háskóla Íslands.

„Ef einstaklingur er með sjúkdóm og vill ekki gera neitt til að hefta útbreiðslu smitunar, og almannahagsmunir liggja undir, getur sóttvarnalæknir leit að aðstoðar lögregluyfirvalda.“

Er haft eftir honum.

Einnig kemur fram að sóttvarnalæknir geti ákveðið að einstaklingur, semn neitar að vera í sóttkví, verði settur í sóttkví á sjúkrahúsi eða með öðrum hætti. Þolandinn getur borið slíka ákvörðun undir héraðsdóm.

Í hegningarlögunum kemur fram að hver sá sem veldur hættu á útbreiðslu næms sjúkdóms með því að brjóta gegn fyrirmælum laga eða varúðarreglum geti átt allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér. Refsingin getur orðið allt að sex ára fangelsi ef um sjúkdóm er að ræða sem hið opinbera gerir sérstakar ráðstafanir til að hefta. Í sóttvarnalögum liggja sektir og allt að þriggja mánaða fangelsi við þessu.

Jón Þór benti á að það skipti máli varðandi refsiþyngdina hvort um ásetning eða gáleysi sé að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum