fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Drífa harðorð: „Fólk sem hefur jafnvel skammast sín fyrir launin sín“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. febrúar 2020 12:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Verkfall Eflingar er okkur öll áminning um mikilvægi þeirra starfa sem unnin eru á vegum Reykjarvíkurborgar. Ruslafötur sem áður tæmdust án þess að nokkur gæfi því frekari gaum eru nú yfir fullar af rusli. Hjóla- og göngustígar sem hægt var að treysta á að yrðu ruddir eru nú ófærir og foreldrar leikskólabarna eru í miklum vandræðum, sérstaklega fólk sem hefur ekki tengslanet til að redda sér.“

Þetta segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í pistli á vef Alþýðusambands Íslands.

„Meðal þeirra sem eru í verkfalli er fólk sem lifir við fátækt og hefur jafnvel skammast sín fyrir launin sín. Fólk sem fengið hefur þau skilaboð frá samfélaginu að það sé einfaldlega ekki meira virði en launaseðillinn gefur til kynna. Því fylgir skömm,“ segir Drífa.

Hún segir að það að beita verkfallsvopninu sé í senn krafa um betri kjör en líka krafa um áheyrn og virðingu. Að halda starfsfólki við hungurmörk sé hættuspil og óvirðing sem mun leiða til þess að fólk fyllist örvæntingu og grípi til sinna aðgerða.

„Við höfum í áratugi talað um að leiðrétta launamun kynjanna, að leiðrétta kvennastörf sérstaklega. Allir sem hafa verið í almannasamtökum hafa kvittað uppá fjölda ályktana í þá veru, sérstaklega fólk sem hefur tekið þátt í stjórnmálum.“

Hún segir að verkfallið sé orðið langt og strang og komið sé að þanþolum borgarinnar og borgaranna. Það fari þó enginn í verkfall að gami sínu, hvað þá að forystufólk geti með handafli fengið samþykkta verkfallsboðun meðal félagsmanna. „Þeir sem tala svo sýna félagsmönnum Eflingar vanvirðingu og það verður sannanlega ekki til að leysa deiluna. Þrátt fyrir fullar rusalfötur og illfæra stíga í höfuðborginni óska ég öllum ánægjulegrar helgar með von um bjarta og árangursríka viku framundan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí