fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Samninganefnd Reykjavíkurborgar furðar sig á ummælum Eflingar og segist bjóða góðar launahækkanir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samninganefnd Reykjavíkurborgar lýsir yfir miklum vonbrigðum með að ekki hafi náðst meiri árangur á samningafundinum með samninganefnd Eflingar í gær. Jafnframt lýsir samninganefndin furðu á þeirri tilraun forystu Eflingar til að draga í efa framkomin tilboð borgarinnar um verulegar kjarabætur fyrir starfsfólk Eflingar hjá Reykjavíkurborg.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá samninganefndinni. Nefndin segir að tilboð hennar feli í sér mesta hækkun lægstu launa og sérstök áhersla sé á að hækka laun kvennastétta.

Eftirfarandi segir um launahækkanirnar og styttingu vinnuviku:

„Samninganefnd Reykjavíkurborgar ítrekar það tilboð um hækkun launa á leikskólum sem gert var opinbert í lok síðustu viku. Samkvæmt því verða meðaldagvinnulaun almennra starfsmanna í leikskólum 460.000 kr. á mánuði með álagsgreiðslum og hjá deildarstjórum innan Eflingar í leikskóla  verða mánaðarlaunin 572.000 kr. með álagsgreiðslum í lok samningstíma takist samningar á grundvelli tillagna Reykjavíkurborgar.

Mikilvægt er að draga fram að launahækkanir í tillögu Reykjavíkurborgar eru að meðaltali yfir 30% til félagsmanna Eflingar. Þá liggur fyrir eindreginn vilji borgarinnar að stytta vinnuviku starfsfólks. Að auki liggur fyrir tillaga um fjölgun orlofsdaga í 30 á ári hjá öllu starfsfólki Reykjavíkurborgar.

Sem dæmi um þær hækkanir sem öðrum stórum starfsstéttum hjá Eflingu standa til boða samkvæmt tillögum borgarinnar myndu meðaldagvinnulaun almenns starfsmanns í heimaþjónustu hækka úr 337.000 í 441.000 kr.  Með álagsgreiðslum yrðu launin 496.000 kr. í lok samningstíma.

Veruleg stytting vinnuviku starfsfólks í vaktavinnu

Vinnuvika starfsfólks í vaktavinnu styttist að lágmarki um 4 klukkustundir samkvæmt tillögu Reykjavíkurborgar.   Þannig gæti vinnutími starfsmanns í búsetuþjónustu styst um 20 klst. á mánuði sem felur í sér fækkun vakta um 2-3 vaktir í mánuði. Jafnframt fela  tillögur Reykjavíkurborgar í sér að regluleg laun starfsmanns í búsetuþjónustu verði 608.000 kr. í lok samningstímans og hækki að meðaltali um 33%.

Launahækkanir á samningstíma fara eftir tímasetningum Lífskjarasamningsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi