fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Ætla að drekkja Degi í rusli: „Hjálpið borginni að forðast yfirfullar ruslageymslur og skilið því beint niður í Ráðhús“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og flestir borgarbúar hafa tekið eftir þá staflast rusl nú upp um alla Reykjavík vegna verkfalla. Hin íslensku Gulu vesti hafa boðað til nokkurs konar mótmæla þar sem allir eru hvattir til þess að henda heimilissorpi sínu við inngang ráðhússins í Reykjavíkur. Verkfallið hefur verið einstaklega hart og hefur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ítrekað verið sakaður um slæleg vinnubrögð af Eflingu.

Sjá einnig: Dagur svarar Eflingu: „Vildi óska að sami kraftur væri settur í samningagerðina og ítrekað virðist fara í skeytasendingar í minn garð“

Verkfall Eflingar hefur staðið yfir í 11 daga og hefur haft víðtækar afleiðingar í Reykjavík, ekki síst fyrir barnafólk, vegna lokana leikskóla. Annar angi er þó á verkfallinu, þar sem allir borgarstarfsmenn Eflingar í sorphirðu hafa einnig lagt niður störf og eru ruslatunnur Reykjavíkurborgar víða yfirfullar. Því fýkur ruslið um borgina sem aldrei fyrr.

Á Facebook boða Gulu vestin þessi mótmæli. „Styðjum kröfur láglaunafólks með því að setja þrýsting á meirihlutann. Í dag kláraðist enn einn samningafundurinn og því heldur verkfallið áfram,“ segir þar og er haldið áfram:

„Kippið með ykkur heimilissorpinu og hjálpið borginni að forðast yfirfullar ruslageymslur og skilið því einfaldlega beint niður í Ráðhús Reykjavíkur, við aðalinnganginn. Þannig drögum við úr útblæstri og styðjum láglaunafólk í leiðinni! Skilum ruslinu í ráðhúsið!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Í gær

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum
Fréttir
Í gær

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“
Fréttir
Í gær

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri
Fréttir
Í gær

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum