fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Hjólahvíslarinn bjargaði verðmætum fyrir meira en milljón um helgina

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjartmar Leósson hefur hlotið mikið lof fyrir ötult og óeigingjarnt starf sitt við að endurheimta stolin reiðhjól og koma þeim til eigenda sinna. Varð þetta meðal annars til þess að Bjartmar komst á lista í kjöri DV um mann ársins 2019. Vettvangur fyrir upplýsingagjöf um þetta starf er FB-hópurinn Hjóladót, tapað, fundið eða stolið. Bjartmar gengur stundum undir heitinu hjólahvíslarinn vegna þessa merka sjálfboðstarfs síns.

Um helgina endurheimti Bjartmar tvö rándýr stolin hjól sem samtals eru að verðmæti yfir eina milljón króna. Endurheimt hjólanna kallaði á samskipti við fólk í undirheimunum og lögregla handtók mann áður en allt var yfirstaðið. Við endurbirtum hér færslu Bjartmars um málið:

Brúna hjólinu stolið fyrir nokkrum mánuðum. Eigandi þess kemst a snoðir um diler sem hafði stuttu eftir ránið fengið 500.000 kr hjól uppí skuld. Útfrá því fer ég að pikka aðeins í þennan mann og hafa snörp orðaskipti orðið okkar á milli.

Svo gerist það þann 13. feb. að rauða hjólinu er stolið úr geymslu í fjölbýlishúsi. Ég fer og fæ að skoða mig um þarna og fæ að heyra að í húsið sé nýlega fluttur einhver dúbíus gaur. 5 mínútum siðar birtist svo enginn annar en gæinn sem um er rætt hér fyrir ofan.
„Blessaður. Við erum að leita að hjóli“ segi ég.

Honum brá þegar hann sá mig og alltíeinu var hann búinn að klína þessu á einhvern vin sinn í næstu götu. Setur á sig falskan geislabaug og fer með okkur að sækja hjólið.

Þá finn ég mynd af hinu hjólinu og rek hana í andlitið á honum. „Ég er með það, nei hérna sko ég veit hvar það er..“ býðst til að skila því en bað um 40.000. fyrir.
„Ekki málið“ segi ég. „Sjálfsagt“ ( NOT !!! )

Fæ svo þarnæsta dag sms: „Er með græjuna, reddí eftir klukkutíma“ Fékk hann til að mæta á planið við Austurbæjarskóla því í næstu götu var lögreglubíll að sinna umferðaróhappi. Gaurinn kemur, ég segist ætla að reka á eftir eiganda hjólsins, en hringdi bara í lögguna í staðinn. Hann stóð við hliðiná mér svo ég gat bara sagt: “ Drífðu þig!! Ég er hérna við AUSTURBÆJARSKÓLA, BARÓNSTÍGSMEGIN !!!! „

„-Ha, bíddu hvað er vandamá… “ -Click, skelli á og vona að þeir hafi fattað þetta. Onei, þeir hringdu aftur.
„HVAÐ ER VANDAMÁLIÐ ?“
„Komdu NÚNA !!!“ segi ég og skelli á aftur.

Bíð smá stund og BOOOM !!!! Löggan mætir og tekur hann. Gef þeim stutta skýringu og heyri þá annan þeirra segja: „Ertu enn að stela hjólum H…..“
Planið sem ég sauð saman þarna á nokkrum mínútum gekk eftir. Vissi nefnilega ekkert hvernig ætti að fara að þessu fyrren korter í að hann mætti. En þetta var semsagt eina aðkoma lögreglunnar að málinu, en þeir ætluðu semsagt að skoða þetta með rauða hjólið á mánudeginum. Engin þörf á því, málið er afgreitt. OG ANNAÐ MÁL LÍKA, svona í leiðinni, svona fyrst ég var að þessu. Er þetta ekki annars mín deild, ha..?

What a slam dunk !!!!!

Ps: Allur stuðningur vel þeginn. Litli þúsundkallinn ykkar er stærri en þið haldið sko. Margt smátt eitt stórt og allt það. En bara ef þú vilt og getur. 0303 26 1624 kt: 110379 5609. Ég er alltaf á vakt !!!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum